Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 99
Þéttriðið net endurtekninga er notað til að undirstrika þuluform bálksins. Þær leysa orð- ræðuna úr læðingi og margfalda mátt hennar. í bálknum eru sömu táknmyndir, setningar eða orð endurtekin með óreglulegu millibili og eiga þá greinilega að tengja ljóðabálkinn innbyrðis og undirstrika um leið hina eilífu hringrás. Dæmi um þetta eru vinirnir í turninum, kona sem hamrar jám við blámálað hús sem ýmist er hrunið eða heilt, vegvilltar konur í klakahöll, berfættur dans, liljur á akri, röddin sem seiðir og sitthvað fleira. Magnaðasta endurtekning af þessu tagi er án efa rammi sögunnar „Enn reika ég um spegilfægðan / turninn sem mennirnir reistu efanum." Tvisvar emm við svo minnt á þennan efa innan ljóðsögunnar sjálfrar til að ítreka að við losnum aldrei undan honum. Algengt stflbragð hjá Vigdísi er að breyta um tíð í endurtekningunum og my nda með því hálf- gerðar þversagnir. Það eru ótalmargir staðir þar sem hún er og var á sama tíma; „hér er ég núna endur fyrir löngu“, „verið hér áður og þó hef ég aldrei“. Það er eins og tíminn hætti að vera til. Maður lendir inni í hjartslætti textans, blóðið rennur fyrir augum okkar þó það sé storknað í kjól kvennanna. Maður missir sjónar af því hver er og h ver er ekki og um leið hættir það að skipta máli fyrir framvindu galdursins. Textinn um- vefur mann, maður lendir inni í flæði hans. Við fyrstu lestra lenti ég inni í hljóðfallinu, lét gjörsamlega heillast af galdri ljóðsins. En þegar ég fór að reyna að kryfja bálkinn til mergjar fannst mér orðin tapa mætti sínum. Líklegast verður að lesa bálkinn sem heild. Það er næstum eins og maður þurfí að nema röddina, vera sérstaklega innstilltur til að ná tungumáli ljóðs- ins, seiðnum, sönglinu. Ljóðabálkurinn er sí- breytanleg veröld. Og að ganga þessari veröld á vald er eins og að elska ljóð sem maður hefur aldrei heyrt... „að kveikja ást, að kveikja líf“ Ljóðbálkur Vigdísar segir frá nokkrum konum sem í fljótu bragði virðast aðskildar en við nánari athugun renna þær meira og minna sam- an. Það eru látna konan sem ákallar í byrjun, konan sem hamrar steðjann og heyrir ekki köll hennar, systirin sem dansar berfætt, ljóðmæl- andinn sem nemur röddina og vinkonan sem semur ljóðin. En er ljóðmælandinn önnur kona en sú sem hamrar steðjann? Af hveiju býr hún þá í blámálaða húsinu og endar á því að hamra steðjann? Og rennur ekki rödd látnu konunnar og ljóðmælandans saman í byrjun og í lok ferð- arinnar? Eg er akurliljan hvíta. Akurliljan í vindinum. Elskhuginn horfni og systir mín. Vinkona mín og ljóðið. Og ég rek mig á þögnina. Það er frekast að um sé að ræða ólíkar birting- armyndir sjálfsins, tvær eða fleiri hliðar á sömu konunni. Enn er hringrás tilverunnar ítrekuð. Þessi klofnun sjálfsins upp í hinar ólíkustu pers- ónur (skapandi, erótísk, þolandi o.s.frv.) er kunnuglegt stílbragð enda verið þó nokkuð not- uð af kvenrithöfundum síðari ára. Bálkurinn hefst á því að látin kona, sem er friðlaus í gröf sinni vegna ástsýki, rís upp og reynir að seiða til sín elskuna sína. Sú kona býr í niðumíddu húsi og er svo upptekin við að puða og sinna skyldustörfum sínum að hún heyrir ekki nið lífsins, ákall ástarinnar. En ljóðmæl- andi bálksins (sem er enn ein konan) nemur röddina og losnar ekki undan henni. Hún verður óttaslegin vegna þess að hún þekkir ekki þessa rödd. Þó kemur að því að röddin yfirbugar ótta konunnar og sviptir hulunni frá augum hennar. Um leið er hún útilokuð af vinum sínum sem ganga um og lyfta glösum í turni efans. Konan hefur gengið út úr heimi hversdagsins og býst til þess að hefja ferðalag. Ljóðsagan fjallar að mestu um þetta ferðalag. Sjálfsleitin er þar eins rauður þráður. Leitin að tilgangi lífsins er afar mörkuð af hinum sam- i. TMM 1992:2 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.