Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Qupperneq 99
Þéttriðið net endurtekninga er notað til að
undirstrika þuluform bálksins. Þær leysa orð-
ræðuna úr læðingi og margfalda mátt hennar. í
bálknum eru sömu táknmyndir, setningar eða
orð endurtekin með óreglulegu millibili og eiga
þá greinilega að tengja ljóðabálkinn innbyrðis
og undirstrika um leið hina eilífu hringrás.
Dæmi um þetta eru vinirnir í turninum, kona
sem hamrar jám við blámálað hús sem ýmist er
hrunið eða heilt, vegvilltar konur í klakahöll,
berfættur dans, liljur á akri, röddin sem seiðir
og sitthvað fleira. Magnaðasta endurtekning af
þessu tagi er án efa rammi sögunnar „Enn reika
ég um spegilfægðan / turninn sem mennirnir
reistu efanum." Tvisvar emm við svo minnt á
þennan efa innan ljóðsögunnar sjálfrar til að
ítreka að við losnum aldrei undan honum.
Algengt stflbragð hjá Vigdísi er að breyta um
tíð í endurtekningunum og my nda með því hálf-
gerðar þversagnir. Það eru ótalmargir staðir þar
sem hún er og var á sama tíma; „hér er ég núna
endur fyrir löngu“, „verið hér áður og þó hef ég
aldrei“. Það er eins og tíminn hætti að vera til.
Maður lendir inni í hjartslætti textans, blóðið
rennur fyrir augum okkar þó það sé storknað í
kjól kvennanna. Maður missir sjónar af því hver
er og h ver er ekki og um leið hættir það að skipta
máli fyrir framvindu galdursins. Textinn um-
vefur mann, maður lendir inni í flæði hans.
Við fyrstu lestra lenti ég inni í hljóðfallinu, lét
gjörsamlega heillast af galdri ljóðsins. En þegar
ég fór að reyna að kryfja bálkinn til mergjar
fannst mér orðin tapa mætti sínum. Líklegast
verður að lesa bálkinn sem heild. Það er næstum
eins og maður þurfí að nema röddina, vera
sérstaklega innstilltur til að ná tungumáli ljóðs-
ins, seiðnum, sönglinu. Ljóðabálkurinn er sí-
breytanleg veröld. Og að ganga þessari veröld
á vald er eins og að elska ljóð sem maður hefur
aldrei heyrt...
„að kveikja ást, að kveikja líf“
Ljóðbálkur Vigdísar segir frá nokkrum konum
sem í fljótu bragði virðast aðskildar en við
nánari athugun renna þær meira og minna sam-
an. Það eru látna konan sem ákallar í byrjun,
konan sem hamrar steðjann og heyrir ekki köll
hennar, systirin sem dansar berfætt, ljóðmæl-
andinn sem nemur röddina og vinkonan sem
semur ljóðin. En er ljóðmælandinn önnur kona
en sú sem hamrar steðjann? Af hveiju býr hún
þá í blámálaða húsinu og endar á því að hamra
steðjann? Og rennur ekki rödd látnu konunnar
og ljóðmælandans saman í byrjun og í lok ferð-
arinnar?
Eg er akurliljan hvíta.
Akurliljan í vindinum.
Elskhuginn horfni
og systir mín.
Vinkona mín
og ljóðið.
Og ég rek mig á þögnina.
Það er frekast að um sé að ræða ólíkar birting-
armyndir sjálfsins, tvær eða fleiri hliðar á sömu
konunni. Enn er hringrás tilverunnar ítrekuð.
Þessi klofnun sjálfsins upp í hinar ólíkustu pers-
ónur (skapandi, erótísk, þolandi o.s.frv.) er
kunnuglegt stílbragð enda verið þó nokkuð not-
uð af kvenrithöfundum síðari ára.
Bálkurinn hefst á því að látin kona, sem er
friðlaus í gröf sinni vegna ástsýki, rís upp og
reynir að seiða til sín elskuna sína. Sú kona býr
í niðumíddu húsi og er svo upptekin við að puða
og sinna skyldustörfum sínum að hún heyrir
ekki nið lífsins, ákall ástarinnar. En ljóðmæl-
andi bálksins (sem er enn ein konan) nemur
röddina og losnar ekki undan henni. Hún verður
óttaslegin vegna þess að hún þekkir ekki þessa
rödd. Þó kemur að því að röddin yfirbugar ótta
konunnar og sviptir hulunni frá augum hennar.
Um leið er hún útilokuð af vinum sínum sem
ganga um og lyfta glösum í turni efans. Konan
hefur gengið út úr heimi hversdagsins og býst
til þess að hefja ferðalag.
Ljóðsagan fjallar að mestu um þetta ferðalag.
Sjálfsleitin er þar eins rauður þráður. Leitin að
tilgangi lífsins er afar mörkuð af hinum sam-
i.
TMM 1992:2
97