Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Side 112
Ljóðið „(maður)(lifandi!)“ vísar líka í annað
ljóð, „maður lifandi!“ er ljóðlína í ljóðinu „(úr
rauðu)(í grænt)“ (16) sem sýnir skáld við skrift-
ir og er eins konar kjarni bókarinnar, þar sem
lýst er sköpunarferli skáldskaparins, skáldið sit-
ur upprétt við glugga „en úti er blár himinn/og
himinblátt haf‘ og bíður eftir skáldgyðjunni
væntanlega, sem ekki bregst og gula bókin
verður til „á morgun fæ ég gula+gulan+gult“.
Blái himinninn og himinbláa hafið eru eitt og
hið sama að vanda, og ljóðið vísar áfram í ljóðið
„(mig dreymir)(mig dreymdi)" sem hefur „rautt
herbergi/grænt herbergi“ kyrfilega milli stjama,
og það ljóð vísar síðan enn áfram; ljóðlínan
„ferja og farþegi“ er titill á ljóði (ferja)(og far-
þegi) sem sýnir ferð á ferju, kannski fyrst og
fremst ferð skugga og speglana, skuggi ljóð-
mælanda ferðast um salinn og „staðnæmist á
manninum/andspænis mér/og við siglum aftur
á bak/til borgarinnar/frá borginni“. Maðurinn í
skugganum andspænis verður spegill ljóðmæl-
anda þar sem hann sér borgina íjarlægjast um
leið og hún nálgast. Og enn er ferðast neðan-
sjávar, ferjan er sokkin: „fjöllin voru gegnsæ og
hafið slétt“, spegilmyndir fjallanna í vatninu
eru gegnsæjar.
Þessi samruni hafs, himins og lands er mynd-
rænn, séður en ekki sagður, myndir renna sam-
an og hverfast hver inn í aðra, svo þær togast og
teygjast og taka endalausum breytingum innan
ljóða og milli þeirra. Himins- og hafsmyndirnar
eru yfirleitt kyrrstæðar og fljótandi í einskonar
tímalausu rúmleysi, „milli sólseturs og kvölds",
„í skugga einhvers/sem varpar ekki skugga“.
Óður sólaróður
„(café selsíus)“ er sólaróður, í 21 hitaverslar
farþeginn samt við regnfatabúðina, sér mambó-
vofu og getur verið viss um að villast eftir
götukortinu. Hann er óður, með sólsting sjálf-
sagt „(samanber minnisatriði farþegans:
gleymið ekki að staðfesta farið til baka)“.
1 ljóðinu er tíma- og rúmskynjunin sett í for-
grunninn, tími og rúm teygð og toguð líkt og
speglanir og skuggar áður. Á klukkustundar-
ferðalagi út fyrir borgina þarf að „staðfesta farið
til baka“, en það kemur ekki í veg fyrir að borgin
minnki og breytist á meðan „: hún hefur minnk-
að en ég er með götukort/og get verið viss um
að villast“. Ferðamannsins sem snýr heim eftir
klukkustundar fjarveru bíða „engar minningar“
en eitthvað situr í honum varðandi komur og
brottfarir, en enginn sérstakur munur er á. Tím-
inn líður mishratt, „ekki nógu hratt/milli klukk-
an fimm og sex“, og nærsýni hefur áhrif á
vegalengdir og sólin sest ekki um kvöldið. Tím-
inn er afstæður eins og allir vita og enginn
gmndvallarmunur á klukkutíma og mannsævi,
borgir gerbreytast jafnt á klukkutíma sem
mannsævi og minningar fölna á einni hélunótt
og ferðalag er ferðalag hvort sem komið er eða
farið.
Fjarlægðir fylgja sjón, nærsýni styttir leiðir
jafnt og hægt er að teygja höndina út um glugg-
ann að völdu húsi sem sést út um hann.
Hin myndræna ögun Sjóns gengur því ekki út
á samfellda miðsækna heild, heldur út á útleitna
upplausn táknrænnar heildar, myndræn heild
Sjóns er sundurleit, og miðjan er ginnungagap.
Þetta er hin hreina fantasía sem smokrar sér
úr öllum viðjum götukorta og annarra útskýr-
inga, einföld og skýr eins og nunnurnar sjö í
stræti Bosch sem vita ekki hvort skáldinu er
alvara. Orð sem mynda einstaka ljóðlínu í einu
ljóði em orðin að titli annars staðar (og þar með
heilu ljóði) og þannig gegna þau tveimur hlut-
verkum, annars vegar sem orð í ljóði (merking
innan ljóðsins) og hins vegar sem titill ljóðs
(tilvísun útfyrir það). Hið fantastíska er útleitið
eins og hin myndræna heild ég man ekki eitt-
hvað um skýim, það er einungis hluti — reyndar
stór hluti — ljóðanna sem kallast á og em ofin
saman, sum ljóðin standa alfarið utan vefsins.
Heildarsvipur bókarinnar er tvíafmiðjaður með
þessum hætti, það er aðeins hluti hennar sem
myndar þessa heild, og hún er losaraleg. Þau
ljóð sem ekki tengjast vefnum finnast mér
reyndar síst, og stendur það væntanlega í beinu
sambandi við það álit mitt að þessar tengingar
110
TMM 1992:2