Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1992, Síða 114
blóðleikhúsið á mig Þama er ferlið allt í skáldskap Sjóns, hafið, landið og himinninn, og allt tengist það blóð- leikhúsinu (vampýruleikhúsinu), sem á hann frá og með himninum, hér í þessari himnabók, þar sem himinninn rennur saman við hafið og lokar landið inni á milli. Sjón þéttir erótík vampýrunnar í erótískt sam- band höfundar og lesanda í ljóðunum „(úr rauðu)(í grænt)“ og „(mig dreymir)(mig dreymdi)“ sem vísa hvort á annað. Erótískt samband lesanda og höfundar er tvenns konar: Penni höfundar serðir lesanda og fallískt augna- ráð lesanda serðir höfundinn. Sambandið er bísexúelt, enda vampýran hámark hins ótví- ræða kynjajafnréttis, blóð er blóð hvort sem það er úr karli eða konu. í ljóðinu „(úr rauðu)(í grænt)“ situr ljóðmæl- andi uppréttur í rúminu með pappaspjald í kjöltu og blekpenna í hendi; skáld að skrifa. Skáldið lætur pennann standa á oddinum í kjöltu sér, varla þarf að nefna tengsl penna og fallusar; skáldinu stendur. í kringum rúmið er blóð, blóðið erekki úr ljóðmælanda, en hann er að hugsa um að drekka svart blekið sem streym- ir úr óstuddum pennanum. Hér tefli ég fram tengslum blóðs og sæðis, hvort tveggja eru lífs- vökvar; þó blóðið kringum rúmið sé ekki úr skáldinu, þá blæðir því og langar að drekka blóð. Blekið sem hann skrifar með er blóð úr honum sjálfum sem lesendur drekka í sig af pappímum og í kringum rúmið er blóð sem er ekki úr skáldinu heldur uppsafnað annars staðar frá; úr lesendum. Skáldið er að bíða eftir skáld- gyðjunni sem kemur og er vampýra, drekkur blóðið kringum rúmið og innblæs svo skáldið. Lesandi drekkur í sig blóð skáldsins með letrinu í bókinni og penni höfundar stingur lesandann til blóðs. Ljóðið „(mig dreymir)(mig dreymdi)“ styrkir þetta vampýríska samband, það vísar í titilinn á hinu með línunum „rautt herbergi/grænt her- bergi“, ljóðmælandi þar segist vera með papp- írshvít brjóst og bleksvartan lim og það er einmitt í því ljóði sem hann bítur saman augn- tönnunum til að missa þær ekki. (Ein enn vampýrumyndin er kannski mynd Sjóns sjálfs sem hann teiknar með orðum við upphaf og enda bókarinnar ,4-auðar varir luktar um ...“.) Sólin sest (ekki) Að túlka ljóð sem fantastísk hefur ekki þótt góð aðferð. Ljóðið hefur engan söguþráð, enga at- burði né atburðakeðju, það er einungis orð og keðjur orða og smokrar sér þannig undan veru- leikablekkingu prósans sem er nauðsynlegur til viðhalds fantasíunni. Svona hugmyndir ekki aðeins múlbinda fantasíuna heldur hefta þær ljóðið líka, loka form þess inni í glerhúsi. Nóg er að líta á æ meiri nálægð ljóðs og prósa (gott dæmi er örsagan) til að sjá að hafi svona hug- myndir einhvem tíma virkað, þá gera þær það ekki lengur. Form skýjanna býður upp á hug- leiðingar um fantasíu, og ekki bara fantasíu í innihaldi heldur líka fantasíu í formi, þar sem titlar, ljóðlínur, greinarmerki og myndmál renna saman og sundur og mynda sundurleita heild, fantasían gengur aldrei alveg upp, heldur sáldrast eins og gular stjörnur milli fingranna. Jafnframt býður hún einmitt þess vegna upp á fleiri möguleika í túlkun og gefur lesandanum færi á að sulla í blekblóðinu að vild. Fantasían er leikur, vampýruleikuref vill, Sjón notarhana til að leika sér að táknum, leika sér að lesand- anum, leika sér með lesandanum. Lesandinn verður að vera reiðubúinn að taka þátt í þessum leik, vera tilbúinn að horfast í augu við dökk gleraugu skáldsins og draga að sér suðuramer- íska-vindlareykinn. Þetta er eitt aðalsmerki skáldskapar Sjóns að mínu mati, hann setur upp auðveld tákn, einfalda vegvísa sem leiða mann síðan beint inn í „regnskógarundur“, lesandi „er með götukort og get[ur] verið viss um að vill- ast“ og hann getur líka verið viss um að skemmta sér vel, fylgi hann kortinu vandlega eftir. Ulfhildur Dagsdóttir 112 TMM 1992:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.