Gripla - 20.12.2007, Side 25
I
Í SAFNI Árna Magnússonar hefur fjöldi brota úr misgömlum handritum, eink-
um skinnbókum, verið flokkaður eftir efni og hver flokkur síðan skráður undir
einu safnmarki, en brotin, sem flest eru einu leifarnar sem hafa varðveist af
heilum bókum, síðan auðkennd með tölum, ýmist arabiskum eða rómverskum,
og undirflokkar stundum með bókstöfum. Í einu af þessu brotasafni eru leifar
fimmtán handrita með safnmarki AM 240 fol og greint milli brotanna með
rómverskum tölum, I–XV. Í skrá yfir handrit í Árnasafni sem Kristian Kålund
tók saman1 er brotunum lýst og getið um efni sem á þeim stendur, og heyrir til
undantekninga ef þar er ekki farið rétt með. Ein af þeim undantekningum er
það sem Kålund segir um fimmtánda brotið í AM 240 fol sem hann kallar
Jartegnir, en það er raunar brot úr bók með þýddum ævintýrum, líklega úr
ensku, sem nánar verður fjallað um hér á eftir.
Þetta brot er aðeins tvö samföst blöð (tvinn), hið eina sem hefur varðveist
úr skinnbók í litlu broti. Fyrra blaðið er 12,6 x 16,7 sm., en hið síðara 13,1 x
17 sm. Skrift er í einum dálki, leturflötur 10 x 13 sm. á bl. 1, 10 x 13,4 á bl. 2r
og 10 x 13,8 á 2v, 26 línur á bl. 1r–2r, en 28 á 2v. Einhver væta hefur komist
á bl. 1r efst til hægri og smitað yfir á hitt blaðið, en að öðru leyti eru þessi blöð
tiltölulega vel varðveitt og skriftin yfirleitt skýr. Á bl. 1v grillir aðeins í leifar
af upphafsstaf: ‘J’, líklega í bláum og gulum lit, og fyrirsögn mun einnig hafa
verið í bláum lit, en þar sést enginn heill stafur. Annars er ekki að sjá af þess-
um blöðum að handritið hafi verið lýst, en við upphaf hvers ævintýris er
skrifaður lítill stafur á spássíu, lýsara til leiðbeiningar: ‘j’ á ytri spássíu á 1v,
‘v’ á innri spássíu á 2r, ‘þ’ og ‘a’ á ytri spássíu á 2v.
Skriftin á 1r og 2v er á stöku stað máð og í heild ekki eins skýr og bók-
fellið ekki eins hreint og á 1v og 2r, sem gæti bent til að þessi blöð hafi verið
ÓLAFUR HALLDÓRSSON
AM 240 FOL XV
TVINN ÚR HANDRITI MEÐ ÆVINTÝRUM
1 KålKatAM I–II.
Gripla XVIII (2007): 23–46.