Gripla - 20.12.2007, Qupperneq 26
GRIPLA24
ysta tvinn úr kveri, og þannig hafa þeir litið á sem hafa gefið þessu broti
safnmark. Neðst til hægri á 1r er skrifað með stórum stöfum: ‘XXIV.’, en þetta
hefur síðar verið dregið út og ‘XV’ skrifað efst í vinstra hornið. Þar hefur
tölustafurinn ‘2’ einnig verið skrifaður inn við kjöl, væntanlega af einhverjum
sem hefur talið þetta vera aftara blaðið í tvinninu. Texti á bl. 1r er ekki í beinu
framhaldi af texta á 2v og á 1v endar texti á fimm orðum í upphafi setningar,
en hefst á 2r á tólf orðum úr lokum setningar. En þar sem ekkert heilt eftirrit er
til af handriti því sem þessi blöð eru leifar af né heldur annað hliðstætt með
sama efni er ógerningur að skera með vissu úr um stöðu blaðanna í kveri að
öðru leyti en því að þau hafa ekki verið innsta tvinnið.
Á þessum blöðum er ein hönd, formföst og skýr, íslenskt afbrigði af hálf-
kúrsíf eins og sú skrift tíðkaðist um og eftir miðja fimmtándu öld, og auðséð
að þar hefur vanur skrifari verið að verki.
Helstu einkenni á stafagerð sem benda til áranna upp úr miðri fimmtándu
öld eru þessi:
‘a’ er tvíbauga, efri baugurinn óverulegur og lokaður.
‘e’ líkist e í venjulegu prentletri að öðru leyti en því, að hægri drátturinn
líkist litlum oddklofa.
Munurinn á ‘u’ og ‘v’ er oftast greinilegur, en stöku sinnum óverulegur, sjá
t. d. ‘tvær’ 1v16 og ‘pa˙kum’1v18.
‘y’ er af gerðinni ‘Ì4’
2, depill greinilegur yfir stafnum í ‘leÌ˙a’ 1v8 og
‘kÌ˙˙a’ 1v21. Annars er depill ekki sýnilegur yfir ‘y’.
‘æ’ er skrifað einna líkast límingi af o og p með bakfalli, sjá ‘væri’ 1v4.
/ö/ er næstum ætíð táknað með ‘o’. Undantekningar eru ‘avngva’ 2r25,
‘aungva’ 2v28 og ‘lπg’ 2v16, en ‘π’ í ‘hπrfdu’ 2v24 er væntanlega ritvilla.
/d/ (skr. ‘∂’) er að því leyti sérkennilegt að neðri hluti þess er skrifaður líkt
og n, en leggurinn yfir línu yfirleitt stuttur og lítur oft ekki út fyrir að vera í
beinu framhaldi af hægri hlið neðri hlutans, heldur eilítið til vinstri, sjá ‘∂au∂’
1v2 og ‘ba∂’ 1v3, þar sem letur er skýrt.
Á ‘b’, ‘h’, ‘k’, ‘l’ og ‘þ’ eru háleggir oft með grönnum sveig hægra megin
(léttiskriftarbelg), sjá bl. 2r, þar sem letur er skýrt og greinilegt.
‘r’ er með grönnum drætti beint niður frá kvistinum til hægri og niður fyrir
línu.
Skriftin er mikið bundin og titlar og bönd í samræmi við algengar venjur
atvinnuskrifara. Litlir bókstafir yfir línu standa fyrir atkvæði eða orðhluta sem
hér segir:
2 Sjá Early Icelandic Script by Hreinn Benediktsson. Reykjavík 1965, 24, nmgr. 7.