Gripla - 20.12.2007, Síða 29
AM 240 FOL XV 27
línu, sjá ‘bírta’ 1v4, ‘allír’ 1v5, ‘rodd’ 1v5 o. s. frv. Þessi einkenni hef ég rekist
á í öðrum handritum frá svipuðum tíma eða nokkru yngri, sem vikið verður að
hér á eftir:
II
Í AM 42 a 8vo er Jónsbók skrifuð á bl. 1–82 með hendi frá síðari hluta 15.
aldar, en á bl. 83–113 er alls ólík og til muna yngri hönd. Lík hönd og á eldri
hluta 42 a er á AM 42 b 8vo, og verður þá fyrst fyrir að líta á það sem Árni
Magnússon hefur skrifað um þessi handrit á seðil sem fylgir 42 a:
Jons bok, ubique mutila.4| Biskupa statutur, med| annarre nyrre hende.| Kristin-
rettur (Arna biskups)| med sπmu hendi sem| Jons bokar fragmented.5| Monsr
Bryniolfur Þordarson6| gaf mier þetta i Junio 1705.
Nondum in Indice Manuscriptorum.7
Kristinréttur Árna biskups, sem Árni Magnússon nefnir og segir með sömu
hendi og Jónsbókin, hefur bersýnilega fylgt 42 a þegar Árni fékk það handrit,
en hefur síðar verið bundinn sér í bók og gefið safnmark, AM 42 b 8vo. Árni
taldi rithöndina á 42 b þá sömu og á Jónsbók í 42 a, og undir það hafa aðrir
tekið.8 Enda þótt vel megi vera að sami maður hafi skrifað 42 a og b vil ég þó
ekki að svo komnu máli fullyrða að svo sé. Það er miklu meiri og erfiðari
vinna en ég er tilbúinn að takast á hendur að kanna til hlítar hvort svo sé, og
ekki síður að skera úr um hvort sama hönd sé á 240,XV og á eldri hluta 42 a.
Það verður að bíða yngri manna.9 En augljóst er að nauðalík hönd er á blöð-
unum tveimur í 240,XV og á 42 a og b, enda þótt nokkru muni á leturgerð, sjá
sýnishorn, 240,XV, 42 a, bl. 73v og 42 b, bl. 11r.
Í 42 a er ‘r’ með aukalegg algengt, sjá ‘˙ier’ 73v1 og 2, ‘˙eiger’, 73v4. Á ‘L’
er þverstrikið oft ógreinilegt, en sæmilega skýrt t.d. í ‘˙iaLfur’ 73v2 ‘haLft’
4 ubique mutila: allsstaðar rotin.
5 fragmented: brotið.
6 Þarna mun átt við Brynjólf Þórðarson á Hlíðarenda í Fljótshlíð (1681–1762), son Þórðar
biskups Þorlákssonar og Guðríðar Gísladóttur Magnússonar sýslumanns á Hlíðarenda.
7 Ekki enn komið í handritaskrá.
8 Gustav Storm í NgL IV, 613; Kristian Kålund í KålKatAM II, 352.
9 Líklega er varlegra að taka fram að ég tel konur með mönnum.