Gripla - 20.12.2007, Síða 43
AM 240 FOL XV 41
sem skilur í milli 240,XV og 624 er það skjótast að segja, að ekkert af þeim
dæmum sem eru tilfærð hér að framan dugir sem sönnun þess að texti í 624 sé
ekki ættaður frá 240,XV. Villur eða tortryggilegir leshættir í 240,XV (sjá dæmi
hér fyrir ofan í 1r6, 1r11, 1v1, 1v4 og 1v13) eru þess eðlis að sæmilega athug-
ull eftirritari mundi aldrei taka það óbreytt eftir forritinu. Þar við bætist að lík-
legast er að samskonar rittákn fyrir /á/, /l/, /ll/ og /r/ í 624 og 240,XV hafi ritari
624 stælt eftir forriti sínu.24 Að vísu má vera að það forrit hafi ekki verið
240,XV, heldur annað handrit skrifað af sama manni, en eldra og með færri
villum.
Af nr. 2 vantar niðurlagið. Fyrri hluti þessa ævintýris er einnig í Papp 8vo
nr 8 á bl. 146v, sem er síðasta blað handritsins, og þar vantar texta frá og með
Þat, 1v24.25
Papp 8vo nr 8
146v 29J eÿrnne kyrkiu soknn voru t≤ær kon≤r ønnur Àÿck enn ønnur o Àÿk,|
30þeirra uar fatt a mille, enn þeirra skriftar fader taladi jafnan fyrer þeim| 31ad
þær skilldu ecki so giora, helldr uera sattar og eitt sinn leÿd at paskum,| 32og
þær uilldu med taka h(eilagt) cacaramennti þa s(egir) presturin til þeirra, nu|
33skulu þid leggia nidur allt hatur, og strid er yckar a mille hefur uerid, hinn
Àika 34suarade þad er ecki stortt, hatur þo ecki sie jafn hlÌtt med monnum.
prestur s(eger): þid| 35skulid settast, fullum sattum, ella uerdr þessi Ìckar
þíonusta til doms| 36afellis, meiri enn til salu hialpar, hier epter giora þær sem
presturinn bÿfalar| 37þeim og taka sÌdan gudz þionustu, enn sem uti er mess-
an ganga| 38þær ut af kyrkiunne, sem adrer menn og talar hinn oÀÿka til hinnar
Àÿku ||
Ég get ekki séð að þessa ævintýris sé getið í neinni þeirra handbóka sem ég
hef tiltækar.
Af nr. 3 eru aðeins tólf síðustu orðin varðveitt í efstu línu á bl. 2r. Það er
heilt í 624 og prentað eftir því handriti á bls. 5–6 í ÆvMið (nr. 4) ásamt
miðenskri þýðingu úr Gesta Romanorum. Þetta ævintýri kemur víða fyrir og í
mismunandi gerðum.26 Í Catalogue of Romances er þess getið í efnisskrá
24 Sjá mynd í ÆvMið af bls. 55 í 624: ‘pilagrim˙’ l. 17, ‘ˆelagi’19; ‘uill∂i’ 3, ‘vi|ll∂i’ 4–5, ‘oll-
um’ 8; ‘â’ 12. Sama r og í XV er í ‘trur’ l. 8.
25 ÆvMið, liii–liv.
26 Sjá Index exemplorum, 5022.