Gripla - 20.12.2007, Síða 48
GRIPLA46
ör í hennar hjarta 1r14; hennar sæng 2r10, o.s.frv. Af sömu rót er runnið að
skrifa og sem í stað íslensku þegar, og þegar er, en er eða og er, sjá t.d. þetta:
Og sem þær sitja 1r3; og svo skjótt sem hún inn kemur 1r6; og sem byskupinn
hefir úti sitt erendi 1r26–1v1; og sem líkaminn er mjög brenndur 2r22. Annað
sem víkur frá eldra íslensku máli er t.d.: þann helgi mann, byskupinn 1r6; þar
fyrir vilja þeir 1r11; glaður í sitt hjarta 1r16; svo talandi 1r21; þann sama sál
af þeim syndafulla líkam1v6–7; fyrir því þótt 1v9; svo heitanda ríki 2r2; Hér
af angraðist byskupinn 2v7–8; hér eftir féll þessi maður ... 2v21; þeir horfðu
jafnan upp á hann 2v24–25.34 En þótt þessi hégómi sé heldur til óprýði er
augljóst að þýðandi ævintýranna hefur haft lag á að skrifa texta sem er laus við
orðahröngl og fer vel í munni þegar lesið er upphátt, til dæmis að taka þessi
setning: Og enu næstu nótt eftir er hann var inn settur kom þessi sama kona
þar inn til hans í múrinn með sinni list og lætur enn allblítt við hann 2r16–18.
SUMMARY
‘AM 240 fol XV; two leaves with exempla.’
Keywords: Old Norse paleography, edition of an exemplum from the 15th
century, translation from Middle English.
In this article the author discusses the text of the MS fragment AM 240 fol XV (bi-
folium, the only one left of MS from the 15th c, probably a collection of exemples trans-
lated from Middle English), describes its paleographic features and compares it with
other MSS from the same time (AM 42 a 8vo, the younger part of Flateyjarbók, Codex
Guelferbytanus 42.7 and MS Royal Irish Academy 23 D 43) where similar paleo-
graphic details can be found. He discusses the relationship of this fragment with the
MS AM 624 4to and copies of lost MS Sth papp 8vo nr 8. The article contains an
edition of the text preserved in the fragment AM 240 fol XV.
Ólafur Halldórsson
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Háskóla Íslands
Árnagarði við Suðurgötu
IS-101 Reykjavík, Ísland
olafurha@hi.is
34 Nánar er vikið að málfari ævintýranna í ÆvMið, xciv–xcviii, og í Íslenskri stílfræði 1994,
326–29.