Gripla - 20.12.2007, Síða 71
AM 561 4TO OG LJÓSVETNINGA SAGA 69
að þáttunum fjórum meðtöldum. Sörla þáttur, Ófeigs þáttur og Vöðu-Brands
þáttur eru allir varðveittir að hluta (hver um sig) í þessu handriti ásamt hluta af
sögunni sem kemur í framhaldi af Vöðu-Brands þætti, svo og hluta af sögunni
um viðskipti Eyjólfs Guðmundarsonar á Möðruvöllum og Fnjóskdæla.6
Öll pappírshandrit sögunnar, sem hafa verið rannsökuð, hafa verið talin
skyld AM 162 C fol og er sá handritaflokkur kallaður C-gerð (ÍF10:lvii). Þór-
arins þáttur ofsa er í beinu framhaldi af sögunni í pappírshandritunum sem síð-
asti kafli hennar og er þar með hluti hennar eins og hinir þættirnir þrír (sjá
Ljósv. 1880:250–55). Sörla þátt, Ófeigs þátt og Vöðu-Brands þátt vantar alla í
AM 561 4to eins og áður hefur komið fram, og svo virðist sem þeir hafi aldrei
verið í handritinu. Vegna þess að síðari hluta sögunnar vantar í 561 verður hins
vegar ekki fullyrt hvort Þórarins þáttur ofsa hefur einhvern tíma verið hluti A-
gerðar, en ólíklegt er, eins og komið verður að í kafla 3.4, að síðari hluti sög-
unnar (og þátturinn þar með) hafi nokkurn tíma verið í 561.
Guðmundur Þorláksson (Ljósv. 1880:xix–xx, xxv, xxviii) og Björn Sigfús-
son (ÍF10:lvii) fullyrða báðir að öll pappírshandrit sögunnar séu runnin út af
AM 162 C fol, þ.e.a.s. þau pappírshandrit sem þeir þekktu.7 Það hefur því
verið heilt að mestu þegar það var skrifað upp.8 Því til sönnunar bendir Guð-
það efni, sem vitnað verður til um þáttaskiptingu hennar og handritið AM 561 4to, sé frá
honum komið. Guðbrandur flutti til Englands árið 1864 og dó þar árið 1889 (Páll Eggert
Ólason 1949:114) eða 16 árum áður en Origines kom út, en hann hafði tæpt á sumu af því,
sem hann fjallaði um þar, í bók sinni um Sturlungu (sjá Guðbrandur Vigfússon 1878:lv–lvi).
Gera má ráð fyrir að margt af því, sem hann segir í þessum bókum um handrit Íslendinga-
sagna, byggi á rannsóknum sem hann vann að áður en hann flutti til Englands.
6 Fyrsta blað sögunnar nær yfir 5.–7. kafla (Sörla þátt og Ófeigs þátt). Annað blaðið nær yfir
11.–13. kafla (Vöðu-Brands þátt og aftur í samtal Geirlaugar á Laugalandi og Þórlaugar á
Möðruvöllum). Þriðja blaðið nær yfir 24.–27. kafla (eftirmál bardagans við Kakalahól). Ekki
er átt við að hvert blað nái yfir fulla þrjá eða fjóra kafla hvert um sig.
7 Guðmundur telur upp handritin sem hann notaði við útgáfuna, en þau eru (Ljósv.
1880:xxiv–xxv, xxviii–xxxii): AM 514 4to (B) frá s.hl. 17. aldar, AM 485 4to (C1) frá lokum
17. aldar, AM 554 e 4to (C2) frá lokum 17. aldar, Kall 616 4to (C3) frá f.hl. 18. aldar, Kall
621 4to (C4) frá f.hl. 18. aldar, NKS 1714 4to (C5) frá um 1715, Thott 984 I fol (C6) frá
miðri 18. öld og JS 428 4to (C7) frá um 1820–40, en hann vissi af fleirum sem hann hafði
ekki tök á að rannsaka, svo sem Sth papp 35 fol frá 1686–87 og Rask 30 frá um 1770. Björn
Sigfússon nefnir flest þessara handrita en til viðbótar hefur hann notað JS 624 4to (L) frá
1695, sem hann telur vera formóður Kall 616 4to, NKS 1704 4to (sagan skrifuð tvisvar
sinnum) frá um 1700, Lbs 1629 4to frá 18. öld og JS 315 4to frá um 1700 (ÍF10:lviii–lix, 2).
8 Við lok Sörla þáttar (5. kafla) er ættartala og vantar nokkrar línur í upphaf hennar í AM 162
C fol og öll pappírshandritin, að því er virðist. Skýringin gæti verið sú að skrifari 162 C hafi
hlaupið yfir póst (línu?) í forriti sínu. Hallgrímur Scheving gerði sér að leik að fylla í þessa
eyðu frá eigin brjósti og er eyðufyllingin í JS 428 4to. Guðmundur Þorláksson prentaði hana
neðanmáls í útgáfu sinni (Ljósv. 1880:131) sem og Björn Sigfússon (ÍF10:113), en Valdimar