Gripla - 20.12.2007, Page 73
AM 561 4TO OG LJÓSVETNINGA SAGA 71
að vera sérstakur flokkur innan hennar, ef marka má lesbrigði þau er Guð-
mundur prentar í útgáfu sinni á sögunni (Ljósv. 1880) og þá hlýtur útdrátturinn
að vera ungur, jafnvel frá síðari hluta 17. aldar.13
Vegna þess hve Ljósvetninga saga er illa varðveitt í AM 561 4to skiptist
hún aðeins í 6 kafla. Fyrstu kaflaskil sögunnar í handritinu eru á þeim slóðum
sem 18. kafli hefst í C-gerð, en það hljóta samt að hafa verið kaflaskil framar
í sögunni, t.d. þar sem 13. kafli C-gerðar hefst. 2., 3. og 4. kafli A-gerðar sam-
svara því 18., 19. og 20. kafla C-gerðar og 5. og 6. kafli A-gerðar samsvara 21.
kafla C-gerðar. Í pappírshandritunum er fjöldi kafla á reiki, 32 í sumum, en 54
eða 55 í öðrum (ÍF10:lviii).
Í AM 561 4to hefst Ljósvetninga saga efst á bl. 32v og aftast í efstu línu er
skrifað með rauðu bleki: ‘liosvetninga s(aga)’, en í pappírshandritum C-gerðar
ber sagan ýmis nöfn eins og t.d. ‘Hér hefur sögu af Þorgeiri goða, Guðmundi
ríka og Þorkel hák’ í AM 514 4to (Ljósv. 1880:xxiv, ÍF10:3).
2.2 Skipting sögunnar í þætti og gerðir hennar
Hér að framan voru nefndir fjórir þættir sem sumir fræðimenn telja að hafi
verið skotið inn í C-gerð sögunnar. Á 19. öld virðist það hafa verið nokkuð al-
gengt meðal fræðimanna að líta svo á að Íslendingasögur væru settar saman úr
þáttum (sjá ÍF10:xxiii, xlvii), auk þess sem Ljósvetninga saga er þannig vaxin
að það er mjög auðvelt að skipta henni í þætti. Hér verður ekki tekin afstaða til
álitamála af þessu tagi en sögunni skipt í eftirtalda þætti til að auðveldara verði
að fjalla um einstaka hluta hennar (skiptingin byggir á C-gerð):
Ljósvetninga saga (32 kaflar)
Þorgeirs þáttur og sona hans (4 kaflar)
Sörla þáttur (1 kafli)
Reykdæla þáttur (2 kaflar)
Vöðu-Brands þáttur (5 kaflar)
Guðmundar saga ríka (9 kaflar)
Eyjólfs saga og Ljósvetninga (10 kaflar)
Þórarins þáttur ofsa (1 kafli)
13 Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helgason gáfu þennan útdrátt í AM 514 4to út neðanmáls
(Ísl. 1830:70–71), en Guðmundur Þorláksson gaf hann út í viðbæti (Ljósv. 1880:272–74); það
sama gerðu Valdimar Ásmundarson (Ljósv. 1896:139–41) og Benedikt Sveinsson (Ljósv.
1921:137–39).