Gripla - 20.12.2007, Page 74
GRIPLA72
Guðmundur Þorláksson (Ljósv. 1880:xxxii) skipti Ljósvetninga sögu í
tvennt: Guðmundar sögu ens ríka (21 kafli) og Eyjólfs sögu og Ljósvetninga
(11 kaflar). Hann skipti síðan Guðmundar sögu hins ríka í 6 þætti.14 Guð-
brandur Vigfússon skipti sögunni að mestu leyti í sömu í þætti og Guðmund-
ur.15
Guðmundur og Guðbrandur gera ráð fyrir að fjórir fyrstu kaflarnir séu sér-
stakur þáttur, þ.e. þáttur af deilum Þorgeirs Ljósvetningagoða og sona hans en
Guðmundur ríki kemur þar töluvert við sögu eins og í þremur næstu þáttum.
Fyrirsögn þáttarins hjá Guðbrandi – „The Tale of Thorgar and his Son, or the
Story of the Men of Lightwater“ (sjá Origines:344) – minnir á að í raun og
veru er hin eiginlega Ljósvetninga saga aðeins þessi þáttur. Þessi þáttur og
sagan af Guðmundi ríka eru þó varðveitt saman í A-gerð en því miður vantar
niðurlag Þorgeirs þáttar og upphaf Guðmundar sögu í handritið svo að ekki
verður vitað um hvernig skilin voru þar. Þættirnir þrír sem koma næstir í C-
gerð fjalla ekkert um Ljósvetninga. Aftan við Vöðu-Brands þátt fjallar sagan
fyrst og fremst um Guðmund ríka og hefnd hans vegna óhróðurs sem Þórir
Helgason og Þorkell hákur eru upphafsmenn að, þótt hann láti drepa mann af
ætt Ljósvetninga (Þorkel hák), og eftir dauða Guðmundar fjallar sagan um
Eyjólf son hans og Fnjóskdæli (sem eru reyndar margir ættaðir frá Ljósavatni)
þótt Ljósvetningar og aðrir komi þar við sögu; Þórarins þáttur ofsa fjallar
ekkert um Ljósvetninga.
Björn Sigfússon (ÍF10:xxiii–xxv) segir fullum fetum að skipting sögunnar
í þætti og bókmenntaskýring Guðmundar Þorlákssonar sé misheppnuð. Hann
leggur mikla áherslu á að A-gerðin sé upphafleg og segir að ekki sjáist að hún
sé frábrugðin frumgerð sögunnar svo að máli skipti, en C-gerðin sé umsamin
á nokkrum kafla (13.–18. kafla) og að þáttunum fjórum hafi verið bætt við
hana. Jafnframt mótmælir hann kenningum um skiptingu sögunnar í þætti og
14 Guðmundur skipti Eyjólfs sögu og Ljósvetninga ekki í þætti og virðist Þórarins þáttur ofsa
aðeins vera síðasti kafli sögunnar að hans mati (þ.e.a.s. ef hann telur þáttinn með), en 21.
kafli sögunnar er sérstakur þáttur að mati hans: „Draumr og dauði Guðmundar ens ríka“
(Ljósv. 1880:194, 250).
15 Guðbrandur skiptir þó þættinum sem Guðmundur Þorláksson kallar Þóris þátt Helgasonar og
Þórkels háks í tvennt, þ.e. Hörgdæla sögu og Þorkels sögu háks, og setur skilin milli þeirra
inn í 18. kafla framarlega, en á þeim slóðum eru kaflaskipti í A-gerð (Origines:411, sjá til
samanburðar ÍF10:44–45, Ísl. 1986:1684, 1726). Síðari hluta sögunnar skiptir Guðbrandur
einnig í tvennt, þ.e. aðalsöguna, sem hann kallar Guðmundarsona þátt, og Þórarins þátt ofsa,
sem hann kallar ranglega Þorgeirs þátt Hávarssonar (sjá Origines:344).