Gripla - 20.12.2007, Page 76
GRIPLA
2.3 Útgáfur
Ljósvetninga saga hefur nokkrum sinnum verið gefin út. Sumar útgáfurnar
sýna vel hugmyndir útgefenda sinna um samsetningu sögunnar og hvor gerðin
muni vera upphaflegri og jafnframt sýna þær ágætlega þróun í textafræðileg-
um vinnubrögðum.
Elst er útgáfa Þorgeirs Guðmundssonar og Þorsteins Helgasonar frá 1830
fyrir Hið konunglega norræna fornfræðafélag (sjá Ísl. 1830). Þar er C-gerðinni
fylgt og handritið AM 485 4to frá s.hl. 17. aldar lagt til grundvallar útgáfunni
(Ísl. 1830:5). Þorgeir og Þorsteinn leggja pappírshandrit frá 17. öld til grund-
vallar því að sagan er heil í því, þótt þeir viti um og hafi notað báðar skinn-
bækurnar við útgáfuna (Ísl. 1830:5–6).
Önnur útgáfa sögunnar er útgáfa Guðmundar Þorlákssonar frá 1880 fyrir
Hið íslenzka bókmentafélag (sjá Ljósv. 1880) og byggði Guðmundur útgáfuna
fyrst og fremst á C-gerð en þó prentar hann A-gerð (AM 561 4to) þar sem
gerðirnar fara efnislega saman (1.–4. og 19.–21. kafla). Af C-gerðar handritum
tók hann helst mark á Kall 616 4to (C3) frá f.hl. 18. aldar þegar AM 162 C fol
sleppti. A-gerðin er að hluta til prentuð sérstaklega í viðauka (sjá Ljósv. 1880:
xxii–xxiii, xxx, 113–255, 257–272). Um þessa útgáfu segir Hallvard Magerøy
(1957:10) að hún sé vísindaleg í nútímaskilningi, m.a. vegna þess að Guð-
mundur hafnaði því að nota handritið AM 485 4to, sem Þorgeir og Þorsteinn
notuðu sem aðalhandrit og Guðbrandur Vigfússon sagði að væri góð uppskrift.
Magerøy telur þó að ýmsu sé ábótavant í útgáfunni eins og t.d. því að hand-
ritið AM 514 4to er kallað B þótt það sé augljóslega komið út af AM 162 C fol
eins og önnur pappírshandrit sem Guðmundur rannsakaði (sjá einnig Björn
Magnússon Ólsen 1880–81:267 og Ljósv. 1880:xxiv–xxv).
Í Origines Islandicae (bls. 355–427) er aðeins prentaður fyrri hluti sög-
unnar (þ.e. aftur að dauða Guðmundar ríka í 21. kafla), bæði á íslensku og í
enskri þýðingu. Farið er að mestu eftir C-gerð (AM 162 C fol og AM 485 4to)
en einnig er farið eftir A-gerð (AM 561 4to) í vissum köflum; að auki er hluti
A-gerðar prentaður með smáu letri í viðauka (Origines:348, 427–30).
Björn Sigfússon gaf Ljósvetninga sögu út fyrir Hið íslenzka fornritafélag
árið 1940 (sjá ÍF10). Hann breytti út af vananum og prentaði A-gerð (AM 561
4to) sem aðaltexta – hann varð þó að prenta stóran hluta sögunnar eftir hand-
ritum af C-gerð – en efni sem er umfram í C-gerð prentaði hann sem við-
bótartexta með smærra letri neðar á blaðsíðu (fjöltexta útgáfa að hluta) og
þættina fjóra aftan við söguna; auk AM 162 C fol lagði hann JS 624 4to frá
1695 til grundvallar útgáfunni á C-gerð (ÍF10:lviii, 16–51, 107–147). Ástæða
74