Gripla - 20.12.2007, Page 77
AM 561 4TO OG LJÓSVETNINGA SAGA
16 Þýðingin er sennilega byggð á útgáfu Björns Sigfússonar í ÍF10 (Andersson og Miller 1989:
vii).
17 Ekki er ljóst hvaða kómíska ríma þetta er; um Úlfhams rímur í þessu handriti sjá Aðalheiður
Guðmundsdóttir 2001:xlviii–xlix.
þess að Björn lagði A-gerð til grundvallar, þar sem því varð komið við, er sú
skoðun hans að hún sé upprunalegri en C-gerðin (ÍF10:xxiv–xxv).
Sagan hefur einnig komið út nokkrum sinnum í lesútgáfum og byggja þær
eldri á útgáfu Guðmundar Þorlákssonar (sjá Ljósv. 1896 og Ljósv. 1921). Út-
gáfa Guðna Jónssonar byggir á útgáfum þeirra beggja, Guðmundar og Björns
Sigfússonar, því að útgáfu Guðmundar er fylgt hvað varðar aðaltexta; C-gerð
er prentuð sem aðaltexti og hluti A-gerðar í viðbæti, en Birni er fylgt hvað
varðar þættina og þeir prentaðir sérstakir fyrir aftan söguna (Ísl. 1947:
97–112, 113–52). Grímur M. Helgason og Vésteinn Ólason fylgja hins vegar
útgáfu Björns Sigfússonar án þess þó að prenta umframefni úr C-gerð (Ísl.
1971:179–286). Í útgáfu Svarts á hvítu eru báðar gerðirnar gefnar út og er
byggt á útgáfum þeirra Guðmundar Þorlákssonar og Björns Sigfússonar; Þór-
arins þáttur ofsa er þó prentaður sem sérstakur þáttur en ekki sem hluti C-
gerðar (Ísl. 1986:xxvii, 1655–1716, 1717–33, 2259–61).
Hér verður einnig að nefna útgáfu Theodore M. Anderssons og William
Ian Millers frá árinu 1989, sem er reyndar aðeins í enskri þýðingu16 en með
ítarlegum og fróðlegum inngangi. Andersson og Miller prenta C-gerð – þó
ekki Þórarins þátt ofsa – og hluta A-gerðar í viðbæti. Að baki þessari ákvörð-
un um að fylgja fordæmi Guðmundar Þorlákssonar (Ljósv. 1880) er sú skoðun
Anderssons að C-gerðin sé eldri eða upprunalegri en A-gerðin og að sú síðar-
nefnda hafi verið umsamin á kafla (Andersson 1964:165, Andersson og Miller
1989:66–74).
3. AM 561 4to
3.1 Skafnar síður
Eins og áður sagði er handritið AM 561 4to skert og illa varðveitt. Alls hafa 7
síður verið skafnar upp, þ.e. 9r, 16r, 23v, 24r, 31v, 32r og 37v. Á bl. 9r hefur
verið skrifað upphafið á kómískri rímu og á bl. 23v, 24r og 16r er 5. ríma
Úlfhams rímna (Vargstakna).17 Bl. 31v og 32r eru auð núna en á bl. 37v hefur
verið skrifaður póstur úr Ljósvetninga sögu þar sem skrifarinn hefur sennilega
skrifað upp aftur eitthvað af því sem stóð á síðunni eða útdrátt úr því. Björn
Sigfússon segir um þetta (ÍF10:36):
75