Gripla - 20.12.2007, Side 92
GRIPLA
2 Árið 2005 fannst í bæjarbókasafninu í Växjö mikið af þjóðfræðiefni úr fórum þeirra félaga,
og eru rannsóknir á því að hefjast á vegum háskólans þar.
3 Isak Collijn skrifar um George Stephens af mikilli virðingu, sem stingur nokkuð í stúf við
skrif nokkurra danskra og enskra fræðimanna.
4 Tillaga George Stephens: „Forslag til Islændernes uudgivne folkesagns og sanges optegnelse
og bevaring“, sem dagsett er 9. júlí 1845, var einróma samþykkt á fundi Fornfræðafélagsins.
Henni var svo fylgt eftir með tveimur úrskurðum konungs 27. ágúst 1845 og 7. febrúar 1846.
Samanber fylgirit: „Program for det historisk-archæologiske archiv“ og ofangreint „Boðsbréf
til Íslendínga“.
fylgir fornenski textinn þeim báðum. Hér á eftir fer nánari kynning á efninu og
þeim sem við sögu koma.
2. George Stephens
George Stephens (1813-1895) var Englendingur, fæddur í Liverpool. Faðir
hans var John Stephens, meþódistaprestur af spænskum ættum sem átti fjölda
barna; var George ellefta barnið. George lærði tungumál og fornfræði, m.a. í
University College í London. Hann giftist árið 1833 Mary Bennet; þau fluttust
til Svíþjóðar árið eftir og bjuggu í Stokkhólmi 1834-1851. Þar átti George
Stephens sín hamingjuríkustu ár og hafði mikil áhrif á sænskt menningarlíf.
Hann er talinn aðalstofnandi Sænska fornritafélagsins, 1843, og gaf út nokkur
rit á vegum þess. Hann var frumkvöðull í þjóðfræði, safnaði þjóðsögum og
kvæðum í Smálöndum og víðar, og gaf út, ásamt Gunnar Olof Hyltén-
Cavallius, fyrsta þjóðsagnasafn Svía (Svenska folksagor och äfventyr, 1844-
1849)2. Þessi sænski vinur hans lýsti honum svo: „Hann var nettvaxinn, fríður
maður með axlasítt blásvart hár, dreymandi dökk augu og fíngerða bjarta and-
litsdrætti. Að eðlisfari var hann hreinræktaður hugsjónamaður, hugmyndaríkur
í framkomu og hugsun, snjall og fjölfróður, og mikill áhugamaður um ljóðlist,
miðaldabókmenntir og lýðræðislega stjórnarhætti.“ (Collijn 1944:10)3
George Stephens var eldhugi og áróðursmaður, sem hafði lag á að hrífa
aðra með sér. Þann 17. júlí 1845 hélt hann fyrirlestur í Konunglega norræna
fornfræðafélaginu í Kaupmannahöfn um söfnun íslenskra þjóðsagna og þjóð-
fræða (Stephens 1845:191-192).4 Félagið sendi árið eftir (1846) út Boðsbréf til
Íslendínga um fornrita-skýrslur og fornsögur, og tók Jón Sigurðsson að sér
umsjón með verkefninu. Margir brugðust vel við þessum tilmælum, og er víst
að frumkvæði Stephens átti talsverðan þátt í að hrinda af stokkunum slíkri
söfnun meðal Íslendinga. Þeir Jón Árnason og Magnús Grímsson hófu reynd-
ar slíka iðju um svipað leyti, líklega án þess að vita af þeim hræringum sem
90