Gripla - 20.12.2007, Síða 94
GRIPLA
í viðbót bera þess merki að hafa verið í eigu hans). Þrjú handrit komu úr safni Jóns Þorkels-
sonar þjóðskjalavarðar árið 1904 (1272, 1278 og 970), eitt frá William A. Cragie árið 1923
(Lbs 1946), og þrjú úr Háskólabókasafni á árunum 1950-1957 (3067, 3811 og 2947; tvö þau
síðari eru úr bókum Einars Benediktssonar skálds í Herdísarvík). Í einu af handritum Jóns
Þorkelssonar (1278) kemur fram að hann eignaðist það 24. mars 1896, þ.e. viku eftir að
ekkjan, Mary Stephens, dó. Þá var Jón búsettur í Kaupmannahöfn. Af þessum gögnum má
leiða líkur að því að talsverður hluti af bókasafni GS hafi farið á almennan markað á árunum
1896-1903, í tengslum við skipti á dánarbúi hans; þ.e. hluti þess safns sem hann hafði hjá sér
í Kaupmannahöfn. Ekki er fráleitt að giska á að þetta hafi verið u.þ.b. þriðjungur heildarsafns-
ins. Meðal handritanna er t.d. ‘Stutt ágrip úr réttritabók Íslendinga’ í eiginhandarriti Eggerts
Ólafssonar (Lbs 970 8vo).
9 Larsson (1993:54-56) og Wawn (2000:215). Rulon-Miller, bóksali í Minnesota, keypti 500-
600 bækur á uppboðunum hjá Sotheby’s og bauð þær til sölu 1991 (Catalogue 99). Karen
Thomson bóksali í Oxford keypti einnig mikið á uppboðunum. Tölvupóstur frá Rob Rulon-
Miller 10. apríl 2007 og frá Karen Thomson 27. ágúst 2007.
10 Í Huseby-skjalasafninu eru m.a. tvær öskjur með bréfum til George Stephens og aðrar tvær
með bréfum hans til sonarins, Joseph Stephens. Í safninu er m.a. að finna þakkarbréf til
George Stephens á áttræðisafmælinu, 1893, sem dr. Jón Stefánsson sendi í nafni íslenskra
nemenda hans og nokkurra danskra, þar sem sérstaklega er getið um þátt hans í að koma af
stað söfnun á þjóðfræðiefni meðal Íslendinga. Upplýsingar frá Per Johansson, Växjö Uni-
versitetsbibliotek.
11 Þar eru nokkrir íslenskir forngripir, svo sem útskorið trafakefli, drykkjarhorn og útskorið
dyratré frá 18. öld. Upplýsingar frá Meg Johnson, Huseby Bruk.
skjöl frá ýmsum tímum. Meðal handritanna voru a.m.k. tvö skinnblöð, sem
Háskólabókasafnið í Björgvin klófesti haustið 1981 hjá fornbókasala í Osló.
Annað blaðið, sem er í tveimur hlutum, UBB Ms 1836.1a og 1b, er úr lands-
lögum Magnúsar lagabætis, skrifað á fyrri hluta 14. aldar. Það hefur með ein-
hverjum hætti borist til Stephens úr Ríkisskjalasafninu norska, þar sem eru
fleiri brot úr sama handriti (Holm-Olsen 1983:129-141). Hitt blaðið, UBB Ms
1836.2, er frá seinni hluta 16. aldar, úr þýðingu Gissurar Einarssonar á Jesú
Síraks bók (Holm-Olsen 1991:166-171).
Skv. erfðaskrá átti Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi að fá allt bóka-
safnið, en eina eftirlifandi erfingjanum tókst að fella hana úr gildi um 1980.
Konunglega bókasafnið fékk þó flest handritin og um 2.000 fágætar bækur,
sem höfðu þegar verið afhentar, en meginhlutinn komst í hendur erfingjans og
var seldur á uppboði hjá Sotheby’s í London 2. maí og 31. júlí 1990.9 Bréfa-
og skjalasafn Stephens var um 1980 afhent háskólabókasafninu í Växjö
(Huseby-skjalasafnið).10 Á Huseby herragarðinum er enn talsvert af listaverk-
um og forngripum úr eigu George Stephens, sem eiga þátt í að þar er nú
áhugaverður áfangastaður ferðamanna.11
92