Gripla - 20.12.2007, Page 95
ÞÝÐINGAR GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
12 Meðal þekktustu verka George Stephens er frumútgáfa á broti úr fornenska kvæðinu
Waldere, sem fannst á tveimur skinnblöðum í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn (Stephens
1860).
13 Wawn (2000:211) segir að þeir William Morris og George Stephens hafi verið einhverjir
stórbrotnustu persónuleikar sem fengust við norræna menningu á Viktoríutímanum. Þó að
æviferill George Stephens gæti verið efni í bók sem gæfi skemmtilega sýn á 19. öldina, þá er
efnið er svo viðamikið að fáir ráða við að gera því skil (Wawn 2000:218).
14 Stephens (1853:6). Sjá S. Johannis evangelistens saga. Stephens (1847-1858:158).
Andrew Wawn (2000:215-244) hefur ritað fróðlegan kafla um George
Stephens, og segir þar að sérstæðar skoðanir og skapferli, sem minnti á þrumu-
guðinn Þór, hafi átt þátt í að hann fékk aldrei stöðu í heimalandi sínu. Wawn
segir, að þó að líta megi svo á að ævistarf Stephens hafi að nokkru leyti verið
unnið fyrir gýg, þá hafi hann auk rúnarannsókna unnið brautryðjandaverk í
þjóðfræði og útgáfu á [fornsænskum], fornenskum og miðenskum ritum.12
Stephens þýddi og gaf út Friðþjófs sögu á ensku (1839), þ.e. ljóðaflokk
Tegnérs með skýringum. Til þess að útgáfan yrði fyllri lét hann Friðþjófs sögu
hins frækna fylgja með, og var það eina umtalsverða útgáfa hans á fornís-
lensku riti. Þetta var fyrsta íslenska fornsagan sem birtist í heild í enskri þýð-
ingu og hæfði eftirminnilega í mark á tímum rómantísku stefnunnar (Wawn
2000:119, sbr. Wawn 1994b).13
George Stephens hafði brennandi áhuga á menningartengslum Norður-
landanna og Englands, einkum fyrir 1066. Hann taldi hina ensku arfleifð
standa miklu nær norrænni menningu en þýskri, og því bæri að treysta sem
mest bræðraböndin milli Norðurlandanna og Englands. Í inngangsorðum sín-
um að boðsritinu 1853 nær hann sér skemmtilega á flug í samnorrænni þjóð-
ernisrómantík og lýkur máli sínu á síðustu orðum Jóhannesar skírara til læri-
sveina sinna, á fornsænsku: „MINE SYNI, ÆLSKIN HWAR ANNAN!“14
3. Gísli Brynjúlfsson
Gísli (Gíslason) Brynjúlfsson (1827-1888) fæddist á Ketilsstöðum á Völlum 3.
september 1827. Foreldrar hans voru þau dr. Gísli Brynjólfsson prestur á
Hólmum í Reyðarfirði og kona hans Guðrún Stefánsdóttir, Þórarinssonar
amtmanns á Möðruvöllum. Voru þau Guðrún og Bjarni Thorarensen skáld
bræðrabörn. Faðir Gísla drukknaði áður en sonurinn fæddist, og ólst hann upp
hjá móður sinni m.a. í Enni á Höfðaströnd og í Reykjavík. Hann varð stúdent
frá Bessastaðaskóla 1845 og hóf nám í Hafnarháskóla sama ár. Lagði hann þar
93