Gripla - 20.12.2007, Síða 97
ÞÝÐINGAR GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
16 Andreas, sjá t.d. útgáfu Krapps (1969:3-51).
17 Handrit Gísla Brynjúlfssonar er a.m.k. að finna í eftirtöldum númerum: NKS 2031, 2032 og
2034 fol, 3262-3265, 3317-3321 og 3327 4to, og 759 8vo. Í 3262 4to er dagbók í Höfn 1848
(pr. í Rvík 1952). Bréfasafn er í 3263 4to og handrit kvæða hans í 3320 I 4to.
að Gísli hafi mörg sín bestu verk enn í smíðum, sem nálgist það hægum skref-
um að verða lokið (NKS 2031 fol). Gísli hlaut ekki stöðuna.
4. Gísli Brynjúlfsson og fornensk fræði
Í inngangsorðum sínum að Abgarus-þýðingunni, minnist Gísli á Bjólfskviðu
og helgikvæðið fornenska um Andrés postula.16 Segir hann að stíll þeirra
standi svo nærri eddukvæðunum, að engir umtalsverðir erfiðleikar yrðu við að
þýða þau á íslensku (Gripla XVII:171). Til þess að kanna hvort Gísli hefði
sýnt þetta í verki og gert tilraun til að snara Bjólfskviðu eða öðrum fornensk-
um kvæðum á íslensku, hafði ég samband við Konunglega bókasafnið í Kaup-
mannahöfn. Fengust þar upplýsingar um að þar væri mikið af gögnum úr fór-
um Gísla Brynjúlfssonar.17 Í febrúar 1985 kannaði ég þessi gögn, og fann þá
handritin að þeim þýðingum sem hér eru prentaðar (í NKS 3320 I 4to). Því
miður fundust ekki fleiri þýðingar úr fornensku, nema upphaf kvæðis um or-
ustuna við Brunanburh. Þar er greinilega um fyrsta uppkast að ræða, sem Gísli
hefur aldrei endurskoðað og lagfært. Það hljóðar svo:
[Carmen de proelio ad Brunanburh]
Kvæðið fornenska um orr(ustuna) við Bruna[n]borg
Æðelstan cyning, Unnu siklingar
eorla dryhten, aldrlángan tír,
beorna beah-gifa, þars við Bruna[n]borg
and his bróðor eac, borðtyngl klufu,
Eadmund æðeling, hjuggu höðlindir
ealdor-langne tír hamranautum,
geslógon æt sæcce Aðalsteinn öðlíngr
sweorda ecgum jarla drottinn
ymbe Brunan-burh; bragna bauggjafi,
bord-weal clufan, þar var bróðir ok
heowan heaðo-linde yngva, Játmundr,
hamora lafan Játvarðs niðjar;
95