Gripla - 20.12.2007, Page 98
GRIPLA
18 Gísli mun hafa þýtt eftir fornenska textanum í útgáfu Müllers (1835:49), og er textinn hér
tekinn þaðan. Sjá einnig útgáfu Dobbies (1968:16-17).
19 Grein eftir Andrew Wawn um þessa þýðingu Espólíns er nýkomin út (Wawn 2006:473-490).
Sjá einnig Wawn (1994a:829-843).
20 Sverrir Tómasson (2003:179-186). Að sögn Sverris virðist BG fyrst hafa kynnst fornenskum
kveðskap um 1865, þegar hann gerði registur við Langebek (Benedikt Gröndal 1965:216).
Ekki er þó hægt að útiloka að þýðingin sé eitthvað eldri, en hún er örugglega yngri en 1848,
því að hún er skrifuð á prentarkir skólaboðsrits frá því ári (Sverrir Tómasson, munnlegar
upplýsingar 2007).
21 Sjá t.d., Magnús Magnússon (1981:176). Dagur Þorleifsson þýddi þar brot úr kvæðinu.
22 Bjólfskviða (Beowulf). (1983). Halldóra B. Björnsson íslenskaði. Þó að mikill fengur sé að
þeirri þýðingu, þá stenst hún ekki samanburð við hina hressilegu endursköpun Gísla Brynj-
úlfssonar á þeim fornensku hómilíum sem hér eru prentaðar.
afaran Eadweardes: þeim var ynglíngum
swa him geæðele wæs ættgengt svo,
from cneo-mægum, at á vígvelli
ðæt hie æt campe oft verja skyldu
wið laðra gehwæne leiðum land ok bú
land ealgodon, ok ljósa bauga.
hord and hamas.18
9. Nóv(em)br(is) 1853, úti hjá Stephens
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að snara þessu kvæði á íslensku. Jón
Espólín reið á vaðið á árabilinu 1810-1822 og þýddi kvæðið í heild með hlið-
sjón af latneskri þýðingu.19 Ofangreind þýðing Gísla Brynjúlfssonar (1853) á
upphafi kvæðisins mun vera næstelst. Nokkru yngri er þýðing Benedikts
Gröndals Sveinbjarnarsonar á köflum úr kvæðinu,20 og fleiri hafa spreytt sig á
þessu verkefni.21 Bjólfskviða birtist fyrst í íslenskri þýðingu 1983.22
Handrit Gísla að fornensku hómilíunum eru í NKS 3320 I 4to. Þýðing-
arnar eru þar dagsettar, og má sjá að Gísli hefur þýtt ‘Frá Abgarus-konungi’
dagana 22. og 25. ágúst og 4. september 1853. Hómilíuna ‘Á þriðja sunnudag
í föstu’ þýðir hann svo 4., 5. og 8. september 1853. Verða þetta að teljast
allgóð afköst. Líklega hefur George Stephens staðið með svipuna yfir honum,
enda boðsritið komið á síðasta snúning. En einnig gæti Gísla hafa hlaupið
kapp í kinn. Honum gafst þarna tækifæri til að sýna í verki að íslenskar
kveðskaparhefðir væru enn lifandi, furðu lítt breyttar frá því sem var að fornu.
Af inngangsorðum Gísla má sjá að honum var metnaðarmál að geta sýnt fram
á þetta (Gripla XVII:178). Hinn 9. september 1853 hefur Gísli slakað á og
96