Gripla - 20.12.2007, Page 99
ÞÝÐINGAR GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
litið með velþóknun yfir verk sitt. Bætir hann þá eftirfarandi vísu aftan við
þýðinguna.
Kominn em ek einn frá önnum
enskan mann í ranni
dönsku, dísa sænskra
dáðvin sækja bráðan;
nú hefk loks, né þat leynumsk,
ljóðum enskrar þjóðar
þróttar orð of þáttað
þúng norrænnar túngu.
Af þessari vísu má ráða að Gísli hafi þýtt hómilíurnar ‘úti hjá Stephens’,
sem hefur túlkað fyrir hann merkingu fornenska textans. Handritin að
þýðingunum eru að mestu samhljóða prentaða textanum. Þó eru lítilsháttar
frávik, sem sýna að Gísli hefur gert nokkrar lagfæringar í próförk. Er því
aðeins hægt að hafa handritin til hliðsjónar en ekki að nota þau sem grundvöll
útgáfu. Til að sýna vinnubrögð Gísla við endurskoðun þýðingar sinnar skal
tekið dæmi úr upphafi hómilíunnar Á þriðja sunnudag í föstu:
Uppkast Endurskoðun
Um mærðartíð þá Um mærðartíð þá
er hinn mildgeði lausnari er með mönnum fór
gekk með mönnum lausnarinn mildi
í mannlíkan sannri, í mannlíkan sannri,
var honum þá færðr færðu honum eitt sinn
vitstola einn forkunnar óðan
maðr mjök þjáðr, megir mállausan
sá er misst um hafði mann ok blindan,
mál ok sjón þann er trylltr var
sannlega at fullu, tröllskap sönnum,
ok nú blindr ok daufdumbr blindr, dumbr
var djöfulóðr til þó. ok djöfulóðr.
Í próförk hefur Gísli gert þá breytingu, að í stað ‘forkunnar óðan’ kemur
‘feiknum háðan’. Annars er aðeins lítill hluti þýðingarinnar, sem hefur gengið
í gegnum svo róttæka endurskoðun, langir kaflar eru birtir óbreyttir frá fyrstu
gerð. Gísli á ágæta spretti í þessum þýðingum, og má sem dæmi benda á sömu
hómilíu, línur 215-222 og 482-503 í íslenska textanum.
97