Gripla - 20.12.2007, Side 100
GRIPLA
23 Kaflinn úr dagbókinni er birtur neðanmáls með ritgerð Gísla í Griplu XVII:169.
Þessi þýðing gefur tilefni til að hugleiða stílgildi og virðuleika fornyrðis-
lagsins. Það á einmitt mjög vel við í helgum textum, eins og þeim sem hér eru
prentaðir. Englendingar hinir fornu gerðu sér vel grein fyrir þessu. Þeir þýddu
mikið af biblíuefni á móðurmál sitt undir hætti sem er náskyldur fornyrðislagi,
t.d. alla Davíðssálma. Mikill hluti sálmanna er í handriti í Bibliotheque Na-
tionale í París, og er það venjulega kallað Parísarsaltarinn (Krapp (útg.) 1970).
Ekki er kunnugt um að til hafi verið íslensk saltaraþýðing að fornu, nema ef
nefna skyldi saltaraglósur frá seinni hluta 16. aldar í hinum svonefnda Vínar-
saltara, Codex Vind. 2713. Að vísu bendir texti sálmanna þar til eldri
íslenskrar lausamálsþýðingar, líklega frá því eftir 1450. (Uecker 1980:lxxxv
og c, Kirby 1986:81-82). Vel má ímynda sér hvílíkur fjársjóður það væri ef
saltarinn væri til í íslenskri 12. eða 13. aldar þýðingu undir fornyrðislagi eða
ljóðahætti, en af einhverjum ástæðum virðast menn ekki hafa fundið hjá sér
hvöt til að þýða hann. E.t.v. af því að sterk hefð var fyrir því að flytja Davíðs-
sálmana á latínu.
Árið 1952 kom út dagbók Gísla Brynjúlfssonar í Höfn 1848, í útgáfu Ei-
ríks Hreins Finnbogasonar (EHF). Í forspjalli bendir Eiríkur á, að oft sé Gísli
skarpur í dómum: „Má minna á hugleiðingar hans um fornyrðislagið 25. janú-
ar [1848], sem er áreiðanlega sígildur kafli. Segir Gísli þar sannleik, sem furðu
mörgum er óljós enn í dag, þótt við skáldskap fáist.“ (EHF 1952:23). Eiríki
virðist ekki hafa verið kunnugt um inngangsorð Gísla að Abgarus-þýðingunni,
en þar fjallar hann nánar um fornyrðislagið og einkenni þess. Eru þær hugleið-
ingar fróðlegar til samanburðar við kaflann í dagbókinni, þar sem þær eru
ritaðar fimm árum síðar, 1853.23 Eiríkur segir að Gísli hafi verið á undan sam-
tíðarmönnum sínum í skilningi á hinum fornu kvæðum. „Urðu þau miklu eðli-
legri í höndum hans en annarra, og ber eflaust að þakka það skáldlegri innsýn
hans í kvæðin.“ (EHF 1952:18, sbr. 15).
5. Elfríkur ábóti í Eynsham
Um árið 1000 voru Engilsaxar, eða Englendingar hinir fornu, gróin menning-
arþjóð eftir því sem þá gerðist. Þeir höfðu tekið kristni á 7. öld, og þar hafði
undir handarjaðri kirkju og krúnu þróast fjölþætt ritmenning. Þannig hafði
Elfráður ríki (Alfreð mikli, d. 899), sem fór með völd á Englandi um það leyti
sem Ísland var numið, unnið markvisst að því að gera fornensku að ritmáli og
98