Gripla - 20.12.2007, Síða 101
ÞÝÐINGAR GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
24 Þó að margt af því sem hér er frá sagt, sé fróðleikur sem fletta má upp í fræðiritum, þykir rétt
að gefa hér yfirlit um æviferil Elfríks, því að fátt hefur birst á íslensku um það efni. Einnig sjá
menn þá efnið í ákveðnu samhengi, sem ekki fæst með öðrum hætti. Í tilvísunum kemur fram
hvaða rit eru einkum notuð.
25 Dunstanus var einnig tekinn í dýrlinga tölu. Hann var verndari gullsmiða og lásasmiða, og er
einkennistákn hans töng. Til er íslensk Dunstanus saga, samin um 1320-1332 á Þingeyrum
eða Hólum, af Árna, syni Lárentíusar Kálfssonar Hólabiskups. (Fell (útg.). 1963). Um Árna
Lárentíusson, sjá Fell (1963:lix-lxiv) og Foote (2003:ccxxix-ccxxxiii). Um Dunstanus sögu,
sjá einnig Harty (1961:263-293) og Magnús Fjalldal (2005:90-94).
26 Um Alfegus biskup í Winchester má m.a. lesa í 22. kapítula Gerplu, þar sem segir frá því
þegar víkingar, að lokinni veislu, grýttu eða börðu hann til bana með nautshornum og -hnút-
um, 19. apríl 1012. Hann var síðar tekinn í heilagra manna tölu.
þýddi sjálfur, að eigin sögn, nokkur rit yfir á móðurmál sitt. Á síðari hluta 10.
aldar reis nýtt blómaskeið í fornenskri bókmenningu, og má segja að Elfríkur
munkur, sem hér verður frá sagt, hafi verið þar helsti merkisberinn.24
Ælfric, sem á íslensku gæti heitið Elfríkur eða Álfríkur, var fremsti og mik-
ilvirkasti rithöfundur Englendinga um 1000. Lengi var lítið vitað með vissu
um þennan mann, annað en nafnið. Í formála George Stephens að útgáfunni
1853, segir hann að höfundur ‘kvæðanna’ sé Elfríkur erkibiskup í Jórvík (York)
1023-1052. Reyndar voru þá fleiri þeirrar skoðunar að átt væri við Elfrík, sem
var erkibiskup í Kantaraborg 995-1005. Á árunum 1855-1856 birti Þjóð-
verjinn Eduard Dietrich hins vegar greinar, þar sem færð voru margvísleg rök
fyrir að átt sé við Elfrík ábóta í Eynsham-klaustri, rétt vestan við Oxford.
Stendur sú niðurstaða óhögguð enn í dag og hefur orðið grundvöllur síðari
rannsókna.
Helstu heimildir um Elfrík eru formálar þeirra rita sem hann setti saman.
Hann er talinn fæddur á árabilinu 950-955. Hann hlaut menntun í gamla Bene-
diktsklaustrinu í Winchester, þar sem hann varð munkur, og hlaut síðan prest-
vígslu, sem menn fengu yfirleitt um þrítugt. Meðal lærifeðra hans og áhrifa-
valda voru Aðalvaldur (Aethelwold) biskup þar 963-984, og Dunstanus (Dun-
stan) erkibiskup í Kantaraborg 961-988. Þeir Aðalvaldur og Dunstanus voru
áhrifamiklir kirkjuhöfðingar sem áttu mikinn þátt í að gera ensku kirkjuna og
Benediktsklaustrin að sterku þjóðfélagsafli. Er í því sambandi oft talað um
Benediktínsku vakninguna eða endurreisnina á 10. öld. Úr klaustrum þeirra
voru margir kristniboðar sendir til Norðurlanda, e.t.v. öðrum þræði til að reyna
að draga vígtennurnar úr víkingum sem herjuðu á England. Elfríkur samdi
ævisögu Aðalvalds, sem var síðar álitinn helgur maður.25
Árið 987 sendi Alfegus (Alphege, Ælfheah) biskup í Winchester26 Elfrík í
nýstofnað Benediktsklaustur í Cernel í Dorsetskíri (nú Cerne Abbas), til að
99