Gripla - 20.12.2007, Page 102
GRIPLA
27 Clemoes (útg.) (1997). Ensk þýðing fylgir frumútgáfu Thorpes (1844-1846).
28 Godden (útg.) (1979) og (2000).
29 Skeat (útg.) (1966).
30 Pope (útg.) (1967) og (1968).
31 Handritið ‘A’, London, British Library, Royal 7 C. xii, blöð 4-218, hefur verið gefið út
ljósprentað (Eliasson og Clemoes 1965).
32 Björn M. Ólsen (1884:v og víðar) taldi að áhrifa frá kennslubók Elfríks gætti í broti úr
íslensku 14. aldar handriti með latneskri beygingafræði.
veita munkunum þar fræðslu. Það sýnir að hann hefur notið mikils álits fyrir
lærdóm sinn. Flestir telja að í Cernel klaustrinu hafi hann verið til 1005 og
ritað þar flest sín merkustu verk (Hurt 1972:37 o.fl.), en aðrir telja að hann
hafi aðeins verið fá ár í Cernel, farið svo aftur til Winchester og ritað síðari
verk sín þar (Knowles 1950:62, Wrenn 1980:226). Um 1005 var Elfríkur skip-
aður ábóti í nýstofnuðu Benediktsklaustri í Eynsham skammt vestan við Ox-
ford, og hélt þar ritstörfum áfram um einhver ár. Ekki er vitað hvenær hann
dó, en giskað á árabilið 1010-1020. Í sumum heimildum hefur Elfríkur viður-
nefnið ‘grammaticus’ (þ.e. málfræðingur eða hinn málspaki), sem bæði getur
vísað til rithöfundarferils hans, en einnig þess að hann samdi kennslubók í
latínu.
Ekki er rúm hér til að telja upp öll ritverk, sem eignuð eru Elfríki. Hann er
kunnastur fyrir þrjú predikanasöfn (hómilíur) sem hann tók saman. Fyrsta
safnið, um 40 hómilíur, nær yfir helstu messudaga kirkjuársins og snýst mest
um boðun réttrar trúar.27 Annað safnið, um 45 hómilíur, fyllir í skörðin ýmsa
aðra messudaga og hefur frekar biblíusögulegar áherslur.28 Þriðja safnið, um
36 hómilíur, er helgað messudögum dýrlinga, sem munkar hafa einkum í
heiðri.29 Utan þessara safna eru varðveittar í ýmsum handritum rúmlega 30
stakar hómilíur, sem eignaðar eru Elfríki, og munu þær flestar vera yngri.30
Talið er að Elfríkur hafi lokið fyrsta safninu um 990, öðru safninu 992-994 og
því þriðja (dýrlingasögunum) 996-998. Eftir það vann hann að endurskoðun
textanna og bætti við hómilíum eftir þörfum. Þess má geta að fyrsta hómilíu-
safnið er varðveitt í handriti, sem er ritað um 990 undir umsjá Elfríks, og er
nánast öruggt að hann hafi með eigin hendi fært þar inn úrfellingar, leiðrétt-
ingar og viðbætur. Einstætt er að sjá slík dæmi um vinnubrögð eins af þekkt-
ustu rithöfundum miðalda.31
Önnur ritverk Elfríks eru t.d. Kennslubók í latínu (Málfræði) og Latneskt-
fornenskt orðasafn, sem náðu mikilli útbreiðslu á Englandi.32 Einnig Samtals-
bók á latínu (Collegium) með fornenskum glósum, sem óvíst er reyndar að séu
100