Gripla - 20.12.2007, Page 136

Gripla - 20.12.2007, Page 136
GRIPLA134 FERILL Akrabók (hér eftir = Ak) kom úr Ísrael. Ekki eru önnur dæmi kunn um að ís- lenskt handrit hafi borist til Asíulanda. Austast var vitað um handrit Sturlungu í Pétursborg í Rússlandi með hendi þekkts skrifara frá 18. öld, Péturs Jóns- sonar í Svefneyjum.1 Þess vegna er eðlilegt að spurt sé um ferilinn, hvernig og hvaðan barst handritið alla þessa leið? Eins og fyrr sagði var handritið skrifað vestur á landi og á því eru ártölin 1743 og 1748. Sem betur fór settu eigendur þess nafn sitt á það síðar og þar af leiðandi er nokkur meginatriði þekkt um feril þess, þótt ekki sé eigendasagan öll kunn. Á 76v stendur: „þessa Bók á eg undir skrifadur með Ríettu og hún er mer heimilud af hennar Ríettum Eiganda Mr Jóni Sigurðs Syni Haurduboli þann 12 Júnj 1832 Testerar JGrímsson.“ Á Hörðubóli í Miðdölum í Dalasýslu bjó á árunum 1830–34 Jón Grímsson (1804–1870), en árið 1835 fluttist Jón út á Hellissand og bjó þar til æviloka.2 Árið 1909 hlotnaðist honum sá heiður, að á prenti birtust eftir hann rímur af Stývarði og Gný. Jóni eru eignaðar fleiri rímur, en þær hafa ekki komið fram.3 Í Landsbókasafni eru ljóðabréf eftir hann í eftirtöldum handritum: Lbs 682 4to; Lbs 2133 4to; Lbs 2134 4to; Lbs 2291 4to; Lbs 2593 4to; Lbs 1403 8vo; Lbs 1405 8vo; Lbs 1855 8vo; Lbs 1883 8vo; Lbs 2138 8vo; Lbs 3344 8vo; ÍB 29 8vo; ÍB 979 8vo. Líklegt er að Jón Grímsson hafi ort fleira en ljóðabréf og rímur, þótt það sé ekki kunnugt nú. Þótt nafnið Jón Sigurðsson sé mjög algengt er samt næstum víst, að hér sé átt mann með því nafni, sem bjó árin 1832–33 í Blönduhlíð í Hörðudal í næsta nágrenni við Hörðuból.4 Jón var ættaður úr Mýrasýslu og bjó þar síðar á ýms- um stöðum lengst af í Tandraseli í Borgarhreppi. Hann var hreppstjóri í sinni sveit og þingmaður Mýrasýslu 1851–1861. Hann var skáldmæltur og orti rímur.5 Fellur allt vel saman, Jón Sigurðsson er úr nágrenni Árna Böðvars- sonar, býr um tíma skammt frá Jóni Grímssyni, var skáldmæltur og hafði því sannanlega áhuga á innihaldi handritsins. Á bl. 1v má lesa Melbúð 1837 og er 1 Árna saga biskups. Þorleifur Hauksson bjó til prentunar. Rv. 1972. s. l–li. 2 Jón Guðnason. Dalamenn. I. Rv. 1961. s. 107. 3 Finnur Sigmundsson. Rímnatal. II. Rv. 1966. s. 80–81. Þess má geta hér að þessar rímur eru ortar út af ensku ævintýri, sem þýtt var á íslensku á 15. öld. Sex sinnum voru ortar rímur út af sögunni og eru rímur Jóns Grímssonar þær einu, sem prentaðar hafa verið, sjá Miðaldaævin- týri þýdd úr ensku. Einar G. Pétursson bjó til prentunar. Rv. 1976. s. x–xi. 4 Jón Guðnason. Dalamenn. I. Rv. 1961. s. 43–44. 5 Finnur Sigmundsson. Rímnatal. II. Rv. 1966. s. 95; Páll Eggert Ólason. Íslenzkar æviskrár. III. Rv. 1950. s. 266.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.