Gripla - 20.12.2007, Page 137
AKRABÓK 135
hér líklegast átt við Melabúð í Breiðuvíkurhreppi. Ekkert er neitt vitað hvað
varð um handritið eftir að Jón Grímsson dó.
Á aftasta blað handritsins er skrifað með blýanti: „SSölvason frá Löngu-
myri gefr Daniel Kristjanss þessa bók 1898“. Leit að þessum mönnum í
kirkjubókum í Þjóðskjalasafni bar ekki árangur, svo að leitað var til Unnars
Ingvarssonar á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Frá honum barst eftirfarandi í
tölvupósti 8. okt. 2003:
S. Sölvason sem þú spurðir um er nær örugglega Sölvi Sölvason f. um
1829 á Syðri-Löngumýri í Húnavatnssýslu og bóndi þar. Sölvi fluttist
til Vesturheims um 1876 að mig minnir ásamt dætrum sínum þremur
en Helga Sölvadóttir varð eftir á Íslandi og á hér afkomendur. Hennar
sonur var Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum. Sölvi dó 17. maí 1903
í Ballard í Washingtonfylki. Sölvi var þekktur hagyrðingur og er tals-
vert varðveitt af skrifum hans. Önnur dóttir hans var Ólöf Sölvadóttir
sú fræga manneskja.
Af þessum orðum er ljóst, að handritið hefur borist vestur um haf. Í Vestur-
faraskrá stendur, að Sölvi Sölvason hafi farið vestur ásamt þremur dætrum
sínum og þar á meðal Ólöfu 1876.6 Vísað er til heimilda um Sölva Sölvason í
Ættum Húnvetninga.7 Um Ólöfu Sölvadóttur skrifaði Sigurður Nordal prófess-
or kunnan þátt, en hún var dvergvaxin og flutti fyrirlestra þar sem hún sagðist
vera eskimói. Nýlega hefur verið skrifuð bók um Ólöfu og er þar sagt frá
Sölva föður hennar. Ekki finnst þess getið þar eða annars staðar, að hann hafi
verið bókamaður, en aftur á móti er hann sagður lítill búmaður, vel hagmæltur
og skemmtinn.8 Ak hefur hann þó sannanlega átt, þótt ekki sé vitað hvenær
hann eignaðist handritið.
Í Vesturfaraskrá er aðeins einn maður með nafninu Daníel Kristjánsson og
fór hann vestur 1886 og er þá sagður 37 ára.9 Hann er því örugglega sá Daníel
Kristjánsson, sem nefndur er í bókinni Eyja- og Miklaholtshreppur og sagður
fæddur 5. júlí 1850 í Ytra-Skógarnesi, stundað smíðar í Winnipeg, en búið
6 Júníus H. Kristinsson. Vesturfaraskrá 1870–1914. Rv. 1983. s. 234.
7 Guðmundur Sigurður Jóhannsson, Magnús Björnsson. Ættir Austur-Húnvetninga. 4. bindi.
Rv. 1999. s. 1314.
8 Inga Dóra Björnsdóttir. Ólöf eskimói. Ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi. Rv. 2004. s. 30,
40.
9 Júníus H. Kristinsson. Vesturfaraskrá 1870–1914. Rv. 1983. s. 355.