Gripla - 20.12.2007, Qupperneq 144
GRIPLA
gjörvur“. Faulkes ræddi þessa formála í inngangi sínum að Eddu Magnúsar og
kallaði „Preface I“ og „Preface II“. Annað er mér ekki kunnugt að hafi um þá
verið fjallað sérstaklega eða handrit þeirra rannsökuð.18
Á bl. 12r stendur efst: „EDDA ISLANDORUM ANNO CHRISTI M.CC.
XV Primum conscripta per Snorronem Sturlæ Filium Nomophylacem“. Þetta
er greinilega styttur titill á RE. Neðan við titilinn á bl. 12r stendur: „Hvad
Edda Sie“, þ. e. formáli Eddu Magnúsar Ólafssonar19 og á eftir, bl. 12r–17r,
„Almattugur Gud skapade ï Upphafe himen og jørd, ...“ þ. e. formáli Eddu
eftir Y2.20 Í formálanum, línu 177–178 í útgáfunni, bl. 16v í Ak, stendur: „Veg-
dog Austur Saxlande, Begdeg Vestfal, Sigia Fracklande“ Faulkes segir nm. um
þennan póst: „added in the margin, with figures above the names of the three
sons corresponding to those above sónum sijnum Y2.“ Klausan er innan /: :/ og
með breyttu letri í Ak, sem bendir til skyldleika við Y2.
Á bl. 17r–47r eru 1.–67. dæmisaga Eddu og er textinn eftir Y2, sem dæmi
um það má nefna, að í 62. dæmisögu eru í Y2 fjórar spássíugreinar; eru tvær
þeirra, í línu 4 og 27, einnig á spássíum í Ak; ein, í línu 7, er innan [ ] í
meginmáli. Þetta sannar vel skyldleika við Y2. Mörg fleiri dæmi eru um skyld-
leika Ak við Y2, en ekki er ástæða til að rekja það nánar. Stundum er vitnað í
latneska textann í RE og íslenska textann þar og má sem dæmi nefna, að í 25.
dæmisögu er á spássíu í Ak vísa á íslensku, sem er neðanmáls í RE. Sums stað-
ar eru latnesk orð sett á milli lína eftir RE, t. d. í 34. sögu eru latnesk nöfn
úlfanna sett á milli lína og í 35. sögu er sama latneska þýðingin á nafni geitar-
innar Heiðrúnar. Þetta sýnir að skrifari hefur einnig haft RE hjá sér.
Seinasti hlutinn af Eddu í Ak, bl. 47r–51v, þ. e. 68.–78. dæmisaga, er ekki
í upphaflegum texta EMÓ, en var aukið inn í RE við prentunina. Textinn í Ak
sýnist helst vera uppskrift úr RE. Þeir leshættir sem Faulkes setur sem sérlega
fyrir þessar sögur eru allir í Ak, nema einn, 129.30, en þar er textinn í Ak
sérstakur.21 Aftan við 78. dæmisögu, bl. 51v–52r, stendur „Þesse vijsa er ein af
þeim er þar um ero ortar.“ Vísan er úr niðurlagi Y2 og prentuð í útgáfunni.22
Þar aftan við er án fyrirsagnar klausa, sem í útgáfum kallast „Epilogus partis
prioris“. Þessi eftirmáli er prentaður á sama stað í EMÓ og leshættir sýna, að
hann er örugglega úr Y2.
142
18 Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás-Edda). Edited by Anthony Faulkes. Rv. 1979. s. 31 (Two
versions of Snorra Edda from the 17th century. I.) (Hér eftir = EMÓ.)
19 EMÓ. s. 189.
20 EMÓ. s. 321–327.
21 RE. Introduction. s. 30–31.
22 EMÓ. s. 251.