Gripla - 20.12.2007, Síða 145
AKRABÓK
Á bl. 52v er klausa á latínu um Snorra Sturluson, sem er stytt og staðfærð
úr formála RE.23 Árni Böðvarsson var latínulærður, eins og áður sagði, og sér
þess víða merki í handritinu þar sem latnesk orð eru sett milli lína.
Nú tekur við, bl. 53r–77r: „Annar Partur Eddu um Kiennïngar“ og er hann
einnig eftir Y2. Oft er sleppt úr sýnishornum af kveðskap sem settur var til
skýringar. Aftast eru „Nockrar fornvijsur“, en þær eru aðeins í Y2 og Faulkes
lét prenta aftan við annað efni úr Y-texta Eddu Magnúsar.24 Sannar þetta enn
sérstakan skyldleika Ak við Y-gerð.
Hér eru efnisskil og bl. 77v var upphaflega autt og eru þar nöfnin, sem
getið var í upphafi ferils.
Á bl. 78r–82r eru fáeinir kaflar um sama efni, sumt er endurtekning á því,
sem nýlega var skrifað, en annað, t. d. heiti á rómverskum guðum, á sér ekki
hliðstæðu í Eddum. Upphafið er: „Hier Seiger Fyrst um ætt Odens fra Troju-
mønnum“. Textinn er úr viðbótinni við formála Eddu, sem aukið er í textann
úr Y2 á bl. 15v–16r hér að framan, en hann er annars ekki í EMÓ. Á miðju bl.
82r stendur: „Kienningar m™ finna J Sÿdare parte Snorra Eddu. Byriast þvij
partar edur qv∂þe þessarar Bñcar sem epterfilgia.“
Í handritinu ÍB 36 4to stendur aftast með hendi eigandans, Þorsteins Jóns-
sonar í Öndverðarnesi, að þriðji og seinasti hluti þess, Snorra-Edda, sé með
hendi Árna Böðvarssonar sjálfs og þar er einnig ártalið 1750 með rómverskum
tölum. Eðlilega hefur verið farið eftir þessu í handritaskrám. Einnig fylgir
Anthony Faulkes þessu í inngangi sínum að Eddu Magnúsar25 og Sverrir
Tómasson í útgáfu sinni á Rútukvæði.26 Við þetta er það að athuga, að höndin
á fyrsta hluta Snorra-Eddu, Gylfaginningu, er gjörólík hendi Árna annars
staðar og ekki er hægt að hafa fyrir satt, að sá hluti sé skrifaður af Árna.
Frekar gæti hönd hans verið á öðrum hluta Snorra-Eddu, „um kenningar“.
Faulkes fullyrðir á fyrrnefndum stað, að textinn í fyrra hluta handritsins ÍB 36
4to sé eftir X3, þ. e. Thott 1494 4to. Aftur á móti sagði hann seinna hlutann
vera með annarri hendi og þar ýmislegt, sem aðeins væri í Y2, þótt textinn væri
nokkuð blandaður. Þetta gæti bent til þess, að textinn í seinna hlutanum væri
með hendi Árna, en annars var ekki talin ástæða til að rannsaka þetta nánara.
Á eftir Snorra-Eddu stendur á bl. 82v: „Þetta ero partar edur Capita Sæ-
mundar Eddu sem epterfylgia“, þ. e. registur yfir Eddukvæði. Í registrinu eru
143
23 RE. bl. [i3v.]
24 EMÓ. s. 403–407, en í Ak er aðeins lína 12–91.
25 EMÓ. s. 115.
26 Árni Böðvarsson. “Rútukvæði. Birt hefur Sverrir Tómasson.” Gripla. 11 (2000). s. 199.