Gripla - 20.12.2007, Síða 148
GRIPLA146
Bl. 124v–126r: „Guþrunar qviþa“, þ. e. Guðrúnar kviða I. Lausa málið
fremst er fyrir ofan fyrirsögnina og niðurlagið er allt, sbr. bl. 123v.
Bl. 126r–v: „Fafnis M™l þetta hefdi ätt ad skrifast fyrre. Fra Dauda
Fáfnis.“ Kvæðið endar hér með „megin“ í 22. erindi, en ekkert hefur týnst úr
handritinu.
Bl. 127r–128v: „Hyndlu Liöd hin gømlu.“
Bl. 128v–131v: „Form™le ad Gietspeke Heidreks Kongs.“ Um þennan
texta verður fjallað sérstaklega hér síðar (sjá s. 151–2).
Bl. 131v–132v: „Gröu Liood.“
Bl. 132v: „Vegtams kvida.“ Kvæðið endar óheilt neðst á s. með boðanum
„erfitt“ í 5. er. 3. vísuorði. Eitt blað vantar í handritið a. m. k. Um mismunandi
texta kvæðisins verður fjallað sérstaklega hér á eftir, sjá s. 149–151.
Bl. 133r–v: [Fjölsvinnsmál.] Kvæðið byrjar í upphafi 14. er. og nær til
loka, en í handritið vantar eins og áður sagði.
Bl. 134r–135v: „Grotto S√ngr“. Lausamálið framan við kvæðið er hér
ekki. Það er með nokkuð öðruvísi skriftarlagi en annað efni í handritinu og
hefði getað verið bætt inn síðar, því að það er ekki í efnisyfirlitinu á bl. 82v.
Bl. 136r–137v: „Biargbuaþattur“. Um þennan texta verður fjallað sérstak-
lega síðar, sjá s. 151.
Bl. 137v–138v: „Kvæde Eigils Skallagrimss Sonar er hann kallaþi Sonar
Torrek.“
Bl. 138v–141r: „Qvædi Eigils Skallag: Sonar Nær han leisti h√fut sitt a
Nordymbra lanþi Ao 934. Eyrekr Bloþ√x og hirþ hans heirdi a. (Les Eigels
s√go:)“
Bl. 141r–144v: „Ragnars qvida Lodbrocar Skrifud epter Runica Wormi“.
Bæði síðastnefndu kvæðin eru skrifuð eftir bók Worms.30
Bl. 145r–v: Vísur úr Hákonar sögu, Orkneyinga sögu og Gautreks sögu.
Bl. 146r: „Is kollum bru breiða“. Síðari hluti af Norska rúnakvæðinu.31
Líklegt er, að blað hafi týnst úr handritinu, þar sem upphaf vantar.
Bl. 146r: „Gamallt Alphab:“ Í hægra dálki á sömu síðu.32 Neðan við er
rúnastafróf komið frá Worm.33
Bl. 147v–149v. „Deilur nockrar.“ Upphaf: „Ar er Gumna gaman, gott
sumar...“ Þetta er eitthvað skylt því, en þó ekki það sama og Jón Ólafsson úr
30 Worm, Ole. Runir seu Danica literatura antiqvissima, Vulgò Gothica dicta ... Cui accessit de
priscâ Danorum poesi dissertatio. Kbh. 1636. s. 197–241.
31 Sama rit. s. 106–107.
32 Sama rit. s. 46.
33 Sama rit. s. 54, er fjarskyldara rúnastafrófinu á s. 49.