Gripla - 20.12.2007, Qupperneq 150
GRIPLA148
í dag. Þó er að geta að í Samantektum um skilning á Eddu skrifaði Jón
Guðmundsson lærði upp handrit Snorra-Eddu að hluta til, en það er nú glatað.
Fyrir útgáfuna í Edduritunum kannaði ég ekki hvort sami Eddutexti gæti
leynst víðar. Þetta dæmi sýnir að nauðsynlegt er að kanna pappírshandrit
Snorra-Eddu og ganga úr skugga um hvort þar gætu leynst textar úr gömlum
og glötuðum skinnhandritum.
Hægt væri að láta sér detta í hug, að Eddukvæðin í Ak væru uppskrift af
handriti, sem síra Jón Halldórsson í Hítardal skrifaði upp eftir
þvi Exemplari in folio sem Assessor Arne Magnusson med eigin hendi
hefur skrifad ä papÿr i Kaupenhafn effter sialfre Membrana, og henne
effterfylgt sem hann hefur nærst komest.
Handritið er Lbs 214 4to og framanrituð klausa er þar aftan við Hamðismál.
Þar sagði Jón Halldórsson einnig, að hann hafi lokið við að skrifa í Hítardal 9.
sept. 1723. Í bréfi Árna Magnússonar til Jóns Halldórssonar í Hítardal 22. júní
1729 talaði Árni um Eddu sem hann hafði áður lánað honum.37 Líklegast er
214 uppskrift Jóns í Hítardal eftir Edduhandriti Árna, sem brann 1728. Ekki
getur verið að Árni Böðvarsson hafi skrifað kvæðin úr Konungsbók eftir þessu
handriti séra Jóns, því að vart hefði hann sleppt úr goðakvæðunum. Meðal
hetjukvæðanna í Ak eru einnig Sigurdrífumál og þar er einnig niðurlag þeirra
úr pappírshandritum, sem eðlilega er ekki í handriti Jóns í Hítardal. Aftan við
Eddukvæðin í 214 eru m. a.: Gullkársljóð, Hyndluljóð, Bjargbúaþáttur og
fleiri kvæði sem oft fylgja Konungsbók og eru mörg þeirra ekki í Ak. Hér eru
með öðrum orðum mörg kvæði, sem oft eru með Eddukvæðum í handritum,
en einnig kvæði, sem vanalega fylgja þeim ekki. Þessi seinni partur hand-
ritsins er með hendi Vigfúsar, sonar séra Jóns í Hítardal, sem var uppi á árun-
um 1706 til 1776. Þessum hluta handritsins 214 hefði síðar getað verið bætt
aftan við handrit Jóns í Hítardal og þar eru textar skyldir textum Ak, þótt ekki
þurfi þeir að hafa verið skrifaðir beint eftir því heldur gæti verið um
systurhandrit að ræða. Sterk rök gegn því, að Ak sé skrifuð eftir 214, eru að
miklu fleiri kvæði eru 214 en í Ak.
Ak var skrifuð á 5. tug 18. aldar, en seinna hefði Árni Böðvarsson getað
skrifað upp Lbs 214 4to, því að í NKS 1108 fol í Konunglega bókasafninu í
37 Árni Magnússon. “Bréf Árna Magnússonar til Íslands 1729 og fleiri skjöl hans í Ríkisskjala-
safni Dana. »Rigsarkivet, Privatarkiver nr. 1299«. Birt hefur Jón Margeirsson.” Opuscula. V.
Kbh. 1975. s. 147 (Bibl. Arn. XXXI.)