Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 190

Gripla - 20.12.2007, Blaðsíða 190
GRIPLA Andmælandi gerir einnig athugasemd við túlkun mína á hinum þekkta sálmi sr. Hallgríms Allt eins og blómstrið eina. Ég taldi áhugavert að reyna að túlka sálminn út frá hugmyndum fræðimanna um barokktextann og fyrir mér vakti að reyna að „sýna fram á hvernig bygging sálmsins kemur heim og saman við reglur mælskufræðinnar og hvað gerir hann að barokktexta“ (bls. 301–302). Ég tel að sálmurinn skiptist í tvo hluta og að í fyrri hlutanum séu engin trúarleg atriði en í seinni hlutanum taki „trúarleg viðhorf völdin og [snúi] mjög svartsýnni lífssýn upp í sigurvon“. Munurinn á módernískum texta og barokktexta kemur hér skýrt í ljós (sbr. Sejersted 1995:142 og áfr.). Báðir nálgast þeir „núllpunktinn“, hið endanlega niðurrif merkingarinnar, en þar finnur barokktextinn Guð sem gefur öllu nýja merkingu. Það hvarflar ekki að mér að þetta sé eina leiðin til að túlka sálminn og viðurkenni fúslega að andmælandi minn hefur rétt fyrir sér þegar hann bendir á að í fyrri hluta sálmsins eru ýmsar líkingar sem sóttar eru í Biblíuna og kristna hefð. Sem dæmi má nefna 103. sálm Davíðs þar sem segir: „Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni; þegar vindur blæs á hann, er hann horfinn og staður hans þekkir hann ekki framar“ (Sálm. 103,15–17). Það má vissulega til sanns vegar færa að hér komi fram sama hugsun og í fyrri hluta sálmsins. Hann er ein samfelld lýsing á hverfulleika þar sem öll áhersla er lögð á að lýsa ofurvaldi dauðans sem allt og allir lúta. Sé sálmurinn lesinn frá guðfræðilegu sjónarmiði kann að vera að hann „lýsi ástandi mannsins undir lögmálinu og dómi þess“ eins og andmælandi minn orðar það. Andmælandi minn segist vera sammála mér um að ritgerð Halldórs Lax- ness „Inngángur að Passíusálmunum“ sé best afgreidd með þögninni. Því verð ég að mótmæla enda nefni ég ritgerðina í inngangi (bls. 2) og segi hana mjög djarfa tilraun til að tengja saman skáld og samfélag. Í grein sem nefnist „Hallgrímur Pétursson – Islands svar på Petter Dass“ (sjá Margrét Eggerts- dóttir [2002]:einkum bls. 57–58) fjalla ég nánar um þau viðhorf sem Halldór Laxness setti fram í umræddri grein sem er að mínu mati mjög athyglisvert dæmi um viðtökur verka sr. Hallgríms Péturssonar og auk þess merkileg heim- ild um hvernig ímynd passíusálmaskáldsins hefur mótast með þjóðinni og hvernig hún birtist í skrifum eins áhrifamesta rithöfundar Íslendinga á tutt- ugustu öld. Ábending andmælanda míns um að sálmur Hallgríms Þakkargjörð fyrir afturfengna heilsu sé huggunarsálmur ortur af ákveðnu, þekktu tilefni er rétt og ber að þakka fyrir hana. Varðandi túlkun mína á sálminum Þú kristin sála þjáð og mædd dregur andmælandi minn í efa að huggunarorðunum sé beint til konu eða réttara sagt 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210

x

Gripla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.