Gripla - 20.12.2007, Síða 191

Gripla - 20.12.2007, Síða 191
ANDMÆLARÆÐUR að nægilegt sé að rökstyðja þá hugmynd með myndlíkingunni um brúðkaup sálarinnar og Krists. Hann spyr: „Snertir sú líking einvörðungu konur? Hvað með notkun Hallgríms á þeirri mynd eða líkingu í öðrum sálmum? Hvað eigum við að gera með andlátssálma hans og myndmálið í þeim?“ Því er til að svara að túlkun mín á sálminum byggist ekki einvörðungu á samlíkingunni um brúðkaup sálarinnar og Krists heldur fremur á orðalaginu öllu og þeim dæm- um sem tekin eru. Sálmaskáldið vísar í ritningartexta sem tengjast sérstaklega kvenlegri reynslu, t.d. „Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu?“ (Jes. 49,15) og fjallar sérstaklega um Maríu, móður Jesú og sorg hennar. Sú staðreynd að orðið sál er kvenkyns á íslensku ýtir enn frekar undir þá tilfinningu að sálmurinn sé ortur til konu. Í andláts- sálmum Hallgríms (sjá Hallgrímur Pétursson 2000:92, 94 og víðar) eru, eins og andmælandi bendir réttilega á, mjög merkar samlíkingar sem vísa margar til kvenlegrar reynslu (ljósmóðir, barn á brjósti, fæðing, elskhugi og brúð- kaup). Þær eru vel þekktar í kristinni dulúð þar sem lögð er áhersla á hið líkamlega og innilega. Það breytir engu um þá tilgátu mína að áðurnefndur sálmur kunni upphaflega að hafa verið ætlaður syrgjandi konu. Öll þessi dæmi vitna um þekkingu á kristinni dulúð (og sennilega dulúðarritum) en einnig um skáldlegt innsæi og tilfinningalega dýpt Hallgríms Péturssonar sem skýrir m.a. vinsældir hans sem skálds. Þá varpar andmælandi fram ýmsum athyglisverðum spurningum sem best væri að geta svarað með ítarlegri rannsóknum og fræðilegum greinaskrifum, m.a. um tár skáldsins í Passíusálmunum, hvort það séu tár meðlíðunar og sorgar eða iðrunartár. Andmælandi spyr um áhrif píetismans og um muninn á kveðskap Hallgríms og dönsku skáldanna Kingos og Naurs; hvort Hallgrímur sé fulltrúi snemmbarokks, mótaður af guðfræðistefnu rétttrúnaðar en Kingo og Naur hins vegar af heittrúarstefnu, píetisma sem skýrt geti muninn á kveðskap þeirra. Því er fyrst til að svara að ég valdi í ritgerðinni að einbeita mér að kenningum um „barokktextann“ og þótt ég léti skýrt koma fram að ég lít á barokk sem ákveðið tímabil í bókmenntasögunni kom ég mér þannig að vissu leyti undan því að njörva barokk niður við ákveðin ártöl eða aldir, m.a. vegna þess að ég taldi að til þess þyrfti rannsóknin að ná til fleiri skálda. Á hinn bóginn get ég vel svarað því að ég tel of snemmt að tala um píetisma í verkum Kingos og Naurs. Ég tel þá mótaða af hábarokki en að Hallgrím megi frekar tengja við snemmbarokk og leyfi mér að vitna hér til lærimeistara míns, Wilhelms Friese: 189
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210

x

Gripla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.