Gripla - 20.12.2007, Page 192
GRIPLA
„[...] so gelten doch ohne jeden Zweifel die vier präsentierten Dichter
als die herausragenden Gestalten in der jeweiligen nationalen Literatur
des 17. Jahrhunderts: Georg Stiernhielm in Schweden, Hallgrímur
Pétursson in Island, Petter Dass in Norwegen und Thomas Kingo in
Dänemark. Die chronologische Vorstellung der vier Poeten entspricht
dem Gang der Literatur im Zeitalter des Barock: Georg Stiernhielm
und Hallgrímur Pétursson gehören dem Frühbarok zu, Petter Dass und
Thomas Kingo dem eigentlichen Barock, bei Thomas Kingo dürfen
wir sogar von Hochbarock sprechen“ (Friese 1999:19; leturbreyting
mín).
Það er að ýmsu leyti erfitt að greina þá dulúðarstefnu sem tíðkaðist á bar-
okktímanum frá píetismanum sem kom síðar; hér er að nokkru leyti um svip-
aðar áherslur að ræða innan sömu trúarbragða og kirkjudeildar. Athyglisvert er
að á átjándu öld, þegar píetisminn fór að hafa veruleg áhrif, nutu sálmar
Hallgríms Péturssonar mikilla vinsælda. Það liggur í augum uppi að í sálmum
hans var auðvelt að finna þann innileika og trúarvissu sem píetistarnir sóttust
eftir.
Tvennt tekur andmælandi að lokum til umræðu frá guðfræðilegu sjónar-
miði: dulúð og trúarvissu. Áður en ég geri tilraun til að bregðast við umfjöllun
hans sem er vissulega mjög áhugaverð, leyfi ég mér að benda á að rannsókn
mín var ekki á sviði guðfræðinnar heldur bókmenntafræði og frá guðfræðilegu
sjónarmiði hljóta svör mín því að vera nokkuð takmörkuð. Andmælandi minn
bendir á þá skoðun lúthersku kirkjunnar að menn gætu verið vissir um
sáluhjálp sína eins og öll fyrirheit Heilagrar ritningar segðu fyrir um. Hann
segir: „Hallgrímur tjáir þessa vissu víða í kveðskap sínum og á því sjáum við
að hann talar máli sinnar kirkjudeildar til að sannfæra fólk um að það geti í
trúnni verið visst um sáluhjálp sína“. Um þetta er ég andmælanda mínum
alveg sammála. Trúarvissa Hallgríms og öruggt trúartraust blasir við í öllum
verkum hans. Hún hefur verið persónuleg sannfæring hans en jafnframt hluti
af kenningu kirkjunnar eins og sjá má af dæmi úr annarri átt. Í riti sínu Brevis
commentarius de Islandia grípur Arngrímur lærði Jónsson einmitt til þessarar
kenningar lúthersku kirkjunnar þegar hann andmælir þeirri hugmynd að
Hekla sé op helvítis eða að helvíti hafi verið fundinn staður á Íslandi. Hann
segir í anda lútherskrar trúarvissu:
Sufficit nobis abundè, quod illius tenebricosum fætorem et reliqua
tormenta, dante et juvante Domino nostro IESV Christo, cujus precioso
sanguine redempti sumus, nunquam simus visuri aut sensuri. Atque hîc
190