Gripla - 20.12.2007, Page 197
TVÖ BRÉF HELGA BISKUPS THORDERSEN
TIL GÍSLA BRYNJÚLFSSONAR
Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar
HELGI Guðmundsson Thordersen, síðar biskup, og Þorleifur Guðmundsson
Repp skjalaþýðandi m.m. voru æskuvinir og jafnaldrar, fæddir 1794. Þeir braut-
skráðust báðir úr Bessastaðaskóla vorið 1813 og sigldu til Hafnar til háskóla-
náms sumarið 1814 og voru innritaðir í Hafnarháskóla 22. október s. á. Að
lærdómsprófum loknum hóf Helgi nám í guðfræði, en Þorleifur í læknisfræði.
Hann hvarf fljótlega frá því námi og hóf málanám og vann tvívegis til verð-
launa fyrir ritgerðir í heimspeki og fagurfræði, enda lét hann sér fátt mannlegt
óviðkomandi en lauk aldrei háskólanámi. Hér á eftir verða birt tvö bréf frá
Helga biskupi Thordersen til Gísla Brynjúlfssonar sem fjalla um Þorleif Repp
og jarðarför hans (NKS 3263 4to).
Helgi Guðmundsson Thordersen rækti nám sitt af alúð og lauk emb-
ættisprófi í guðfræði 20. apríl 1819. Að því loknu hélt hann heim til Íslands og
var fyrsta veturinn barnakennari í Reykjavík. Helgi var vígður til Saurbæjar á
Hvalfjarðarströnd 7. maí 1820 og kvæntist sama ár Ragnheiði dóttur Stefáns
amtmanns á Hvítárvöllum. Fimm árum síðar fékk hann Odda á Rangárvöllum
og varð prófastur Rangæinga skömmu síðar. Hann þjónaði Oddaprestakalli í
áratug, en dómkirkjuprestur varð hann 1835 og settist þá að í Landakoti. Hann
var kallaður til biskups yfir Íslandi 1845 og vígðist í Höfn 5. júlí 1846. Eftir
vígslu fluttist Helgi biskup í biskupssetrið í Laugarnesi, en fékk síðar leyfi til
að flytjast til Reykjavíkur. Þau Ragnheiður eignuðust 10 börn, af þeim dóu 8
í æsku, en Ástríður, f. 20. febrúar 1825, og Stefán, f. 5. júní 1829, urðu lang-
líf.
Ævi Þorleifs Repp var öllu viðburðaríkari en veraldargengi hans reyndist
löngum valt. Þrátt fyrir víðtæka þekkingu á mörgum sviðum, brugðu skaps-
munir hans jafnan fæti fyrir embættisframa hans. Um skeið var hann undir-
bókavörður við Advocate’s Library í Edinborg, en mátti hrökklast þaðan sakir
Gripla XVIII (2007): 195–201.