Gripla - 20.12.2007, Page 198
GRIPLA
ósamlyndis við yfirmann sinn. Hann fluttist þá aftur til Hafnar og lifði þar
embættislaus og andaðist örsnauður 4. desember 1857.
Fátt er vitað um samband Þorleifs Repps og sr. Helga frá því að leiðir þeirra
lágu sundur. Samt er varðveittur tugur bréfa frá sr. Helga til Þorleifs Repps,
það fyrsta skrifað 1821 og þau síðustu 1850. Helmingur þeirra tengist dvöl
Ástríðar dóttur sr. Helga í Höfn 1840-1843, þar sem hún var sett til mennta í
umsjá Repps. Þessi bréf bera með sér hversu kært var með honum og sr. Helga
og hvað sr. Helgi hlakkaði til endurfunda þegar hann sigldi til Hafnar til að
taka biskupsvígslu (sjá Nú heilsar þér á Hafnarslóð 1999:361).
Hinn 27. febrúar 1858 greindi Þjóðólfur frá andláti Repps með þessum orð-
um:
Meðal merkismanna er látizt hafa ytra er landi vor Þorleifr Repp Guð-
mundsson prests Böðvarssonar er síðast var prestr til Kálfatjarnar,
nafnkunnr víða erlendis að gáfum, málfræði og annari fjölvísi. Hann
dó í Kaupmannahöfn 4. desbr. f. á. 67 ára að aldri, eptir lánga og þúnga
legu; hann vildi láta flytja sig örendan hingað til Íslands og verða
jarðsettr hér í jörð feðra sinna; Dr Jacobsen, borgarlæknir í Höfn og
tryggr fornvinr Repps sál. balsamaði því lík hans, var það síðan lagt í
kistu er að innanverðu var alfóðruð blý– eða zinkpjátri og hún síðan
sett í „Holmens“kirkju-kapelluna í Höfn, þar til í vor að póstgufuskipið
á að færa hana hingað, og mun þá annar trygðafornvinr hans og jafn-
aldri hér, biskup vor herra Thordersen hafa verið beðinn og ætla sér að
gangast fyrir jarðarför hans (Þjóðólfur 1858:55).
Í Höfn var einnig haldin minningarathöfn áður en kistan var sett í
kapelluna í Hólmskirkju. Pétur Guðmundsson greinir svo frá í Annál nítjándu
aldar:
Lík hans var um veturinn í Hólmskirkju kapellu, þegar hann var úthaf-
inn voru skólapiltar margir viðstaddir. Enski presturinn í Kaup-
mannahöfn hélt ræðu yfir kistu hans, og sungu Íslendingar sálminn:
„Allt eins og blómstrið eina“ og tvö vers úr Passíusálmum: „En með
því út var leiddur“ o. s. frv. Síðan báru Íslendingar lík hans í kapelluna
(Annáll nítjándu aldar III:10).
Hinn 8. maí 1858 birtist í Þjóðólfi rækileg frásögn af jarðarför Repps.
Samkvæmt henni var kistan borin í hús Helga Thordersens biskups og 1. maí
kvaddi hann til ættingja og tengdamenn Repps og prestaskólastúdenta og helstu
196