Gripla - 20.12.2007, Page 203
TVÖ BRÉF HELGA BISKUPS THORDERSEN
sem þér mætti sýnast að eg hefði illa valið, en eg vona aðeins að þú dragir ekki
úr því sem þú sérð að eg hefi mælt af alhuga, eða jafnvel ákafa.
Nú er úti efnið, fréttir fæst eg því síður um, sem þær mega engar heita, en
nógir til sem munu segja frá því sem þeir álíti í sögu færandi.
Eg enda með því að biðja þig heilsa þínum ástkæru, móðir, konu etc. og
votta þeim mína virðingu og þakklátsemi. Eg er þá harðánægður ef þú bætir
því við, að votta velvilja og nokkra vorkunnsemi þeim sem var vinur æsku
þinnar, og þó hann nú sé orðinn gamall, ævinlega mun verða
Þinn hjartanlega elskandi vin
H.G. Thordersen
P. S. Með því eg er orðinn svo latur að skrifa privat bréf, bið eg þig innvirðu-
lega að heilsa frá mér frú Repp með mínum bestu óskum. –
Mér þótti vænt um Magnús frater, en hann yfirgaf mig. – Fáir hirða um
kveðju mína, því sendi eg hana fáum. Eg líkist í því mínum gamla, góða Repp
að eg fæ mig ei til að sleikja auram popularem. –
Ætíð blessaður og sæll H. G. Th.
Skýringar. hvört – eður ekki: Þau komust aldrei á prent. Skyldi – ævisögu: Þessi orð
verða tæpast skilin öðruvísi en til orða hafi komið að Gísli skrifaði ævisögu Repps, en
af því varð ekki. móðir, konu: Guðrún Stefánsdóttir Þórarinssonar, Marie N. Gerdtzen.
frú Repp: Nicoline Petrine Thestrup. Magnús frater: Magnús Eiríksson guðfræðingur.
sleikja auram popularem: ástunda almennings hylli.
HEIMILDIR
NKS 3263 4to.
NKS 3320 4to II.
Aðalgeir Kristjánsson. 1983. „Áður manstu unni eg mey.“ Úr gömlum bréfum og dag-
bókarbrotum Gísla Brynjúlfssonar. Andvari NF 25:51–64.
Aðalgeir Kristjánsson. 1999. Nú heilsar þér á Hafnarslóð. Nýja bókafélagið, Reykja-
vík.
Gísli Brynjúlfsson. 1952. Dagbók í Höfn. Útg. Eiríkur Hreinn Fnnbogason. Heims-
kringla, Reykjavík.
Pétur Guðmundsson. 1912-1954. Annáll nítjándu aldar I-IV. Hallgrímur Pétursson,
Árni Bjarnarson, Akureyri.
Þjóðólfur 1858.
Aðalgeir Kristjánsson
Hamrahlíð 33
105 Reykjavík
201