Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 11
Spássíukrot
9
(Grater 1789,209-233). Gráter útskýrir af hverju hann hefúr valið leikritsformið
fyrir Lokasennu, en Finnur endurspeglar tíðarandann og gengur lengra þegar hann
setur fram þá hugmynd að Hárbarðsljóð eigi uppruna sinn í árstíðabardögum eða
sennum tengdum heiðnum helgisiðum (Finnur Magnússon 1821—1823, II,
134—135). Jafnframt leggur hann til að Skímismál hafi verið flutt sem einhvers
konar forn vetrarhelgileikur (1821-1823, II, 173). Hugsanlega hefúr eitthvað
slíkt verið leikið á hátíðum í Uppsölum sem Adam frá Brimum og Saxi hinn
málspaki lýsa (Adam frá Brimum 1917,260; Saxo Grammaticus 1931,154). Hér
fúndu Finnur, og Guðbrandur Vigfússon og F. York Powell einnig sextíu árum
seinna, sinn eina og sanna norræna ,Aristophanes“ (Guðbrandur Vigfússon og
Powell 1883,1, 100-101, 117).
Athugasemdir Finns varðandi Skímismálog Hárbarðsljóð ruddu brautina fyrir
margar svipaðar kenningar fræðimanna á næstu áratugum (sjá t.d. Múllenhoff
1879, 152; Schúck 1911-1932; ogGrönbech 1932, II, 260-341). Hámarki var
náð snemma á tuttugustu öld í kjölfar Frazers, The golden bough (1936-1937;
fyrst gefið út 1890), og vinsælla kenninga um tengsl goðsagna og helgisiða sem
fræðimenn Cambridge háskólans eins og Jane Harrison, Gilbert Murray og
Francis Cornford lögðu fram (Harrison 1963, Murray 1963, Cornford 1934).
Bók Bertha Phillpotts, The Elder Edda and ancient Scandinavian drama kom út
árið 1920. í fyrri hluta bókarinnar er mjög ítarleg og skynsamleg umfjöllun um
samtalskvæðin (sérstaklega þau kvæði sem voru ort undir ljóðahætti), og nokkrar
góðar ábendingar um form og einkenni kvæðanna og skyldleika þeirra við leiklist.
Þessi hluti bókarinnar (kaflar I-XI) á skilið meiri athygli en hann hefur fengið á
síðustu áratugum.
í seinni hluta bókarinnar (kaflar XII-XIII) lendir Phillpotts þó í sjálfheldu,
enda var hún, líkt og fyrirrennarar hennar, undir of sterkum áhrifum af kenning-
um samtímamanna sinna. Hér reynir hún að laga eddukvæðin að helgisiðamynstri
Murrays sem samanstendur af heilögu brúðkaupi, bardaga, og endurfæðingu
(Murray 1963, 343-344; sbr. Phillpotts 1920, 128-159). Phillpotts velur því
Helgakviðu Hundingsbana II og Helgakviðu Hjörvarðsonar sem aðalviðfangsefni
sitt, en eins og kviðurnar eru varðveittar eru þær afar flóknar í meðferð. Þetta varð
m.a. til þess að Phillpotts þurfti að gefa sér þá forsendu að kvæðin hefðu
upprunalega verið ort undir ljóðahætti, en um slíkt er enginn vitnisburður
(Phillpotts 1920, 74-82).
Gagnrýni Andreas Heuslers á bók Phillpotts lagði grunninn að viðhorfi
fræðimanna næstu sextíu árin. Hann spurði eftirfarandi spurninga varðandi
leikrænan uppruna kvæðanna: Er nokkur vitnisburður um leiklist á Norðurlönd-
um í heiðni? Er hægt að segja að norrænar goðsagnir goða- og hetjukvæða byggist
á heiðnum helgileikritum? Gæti þess konar flutningur útskýrt form sam-
talskvæðanna? Öllum þessum spurningum svaraði hann neitandi (Heusler 1922,
347-353). Eftir það fóru fræðimenn sér mjög hægt í þessum efnum.'* Arið 1981
4 Sjá t.d. Jón Helgason 1934, 31-32; de Vries 1941-1942,1, 164; Einar Ólafúr Sveinsson 1962,
278 og 377; Turville-Petre 1964, 174-175; og Ström 1967, 180.