Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 117

Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 117
Sighvatur Þórðarson og Egils saga 115 Egill hafi getað ort. Um aldur Sonatorreks vísa ég til nýlegrar greinar eftir Bjarna Einarsson (1992) og rits míns um Egils sögu, en á báðum stöðum er því haldið fram að kvæðið sé frá 13. öld. Nú skal á það minnt að til eru ýmsar höfuðlausnarsögur, að vísu mjög misjafnlega útfærðar. Sumarþeirra bera nokkuð fornlegan svip, einkum tilvísunin í höfuðlausn Braga Boddasonar í Snorra-Eddu (bls. 97). Þar rifjar Bragi upp í vísu að hann þá höfuð sitt af Birni á Haugi og myndin (nýgervingin) sem þar birtist minnir mjög á 7. erindi Arinbjarnarkviðu þar sem Egill rifjar upp höfuðlausn sína. A höfuðlausn Braga er minnst í Egils sögu þar sem Arinbjörn biður Egil að yrkja höfuðlausn í Jórvík. Þetta atriði er mikilvægt þvf að það segir okkur að sá sem Egils sögu skráði hafi þekkt þessa sögu. Slíkt gæti bent til þess að hann hafi notast við sagnir af Braga við sköpun höfuðlausnarfrásagnarinnar í Egils sögu og þá jafnframt átt þátt í sköpun Arinbjarnarkviðu. í þessu samhengi er mikilvægt að spyrja: Eru einhverjar heimildir eldri en Egils saga sjálf sem benda til höfuðlausnar Egils? Því er skjótsvarað: engar sem á er að treysta. Heimskringla minnist t.d. ekki einu orði á slíkt (hún nefnir ekki Kveld- úlfsfjölskylduna á nafn þó marga hildi eigi þeir frændur að hafa háð við konunga Noregs). Kvæðið íslendingadrápa nefnir þá bræður Þórólf og Egil í sambandi við veru þeirra á Englandi. En það sem þar er sagt um þá virðist vera ort undir áhrifum frá Egils sögu sjálfri, sbr. grein Bjarna Einarssonar í Tímariti Háskóla íslands frá 1989. Þar andmælir hann skoðunum Jónasar Kristjánssonar þess efnis að íslend- ingadrápa sé eldri en íslendingasögur og megi nota til vitnis um munnlega sagnahefð.5 Snorra-Edda vitnar í vísur úr Egils sögu, m.a. einn vísuhelming úr Arinbjarnarkviðu. Umræddur vísuhelmingur er ekki varðveittur í öllum aðal- handritum Snorra-Eddu. Ýmislegt virðist benda til að hann sé þar ekki uppruna- legur (sbr. rit mitt frá 1992). Nú er það löngu vitað að mikið af kveðskap Egils sögu getur ekki verið mjög gamall. Jón Helgason hrifsaði t.d. Höfuðlausn úr höndum Egils árið 1969, m.a. með málfræðilegum rökum. Hann taldi Höfuðlausn vera 12. aldar kvæði, ort undir áhrifum frá Runhendu Einars Skúlasonar, en gekk reyndar út frá því að eldri Höfuðlausn (eftir Egil sjálfan) hefði verið til en glatast. Spyrja mætti hvort nokkuð mæli gegn því að Höfuðlausn sé enn yngra kvæði, ort um svipað leyti og sagan af Agli var færð í letur. í ljósi þess hve lítið er að styðjast við um Kveldúlfsfjölskylduna annars staðar en í Egils sögu (utan knappar frásagnir í Landnámu sem ekki eru í samræmi við söguna, nema Sturlubók sem styðst við hana) hallast ég að því að ekki hafi gengið margar sögur af henni í munnmælum. Það sem sagt var um Sighvat hér að ofan getur sennilega aldrei eitt og sér sannfært menn um réttmæti þeirrar stefnu sem hér er fylgt. En líta má á könnun af þessu tagi sem hluta af stærra samhengi: almennri athugun á vinnubrögðum Egilssöguhöfundar og meðferð hans á efniviði sínum. Bjarni Einarsson hefur 5 Sbr. Jónas Kristjánsson, 1975, bls. 76-93.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Skáldskaparmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skáldskaparmál
https://timarit.is/publication/1141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.