Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 33
Aðrir áheyrendur — önnur saga?
31
fremur af því að við teljum okkur vita með vissu að á miðöldum hafi menn getað
sagt sögur og farið með kvæði án þess að styðjast alltaf við ritað mál. Það þarf því
ekki að sanna tilvist munnlegrar hefðar sérstaklega5 enda hafa langflestir fræði-
menn gert ráð fyrir henni, ef frá er talinn Walter Baetke6 sem gekk mjög langt í
að hafna munnlegri hefð að baki íslendingasögum. Ágreiningurinn hefur fremur
snúist um hversu veigamikið hlutverk munnlega hefðin hafi leikið við sjálfa
sagnaritunina; jafnvel hvort við höfum nothæfar aðferðir til að fjalla um hana.
Eitt skýrasta dæmið um ólík sjónarhorn til sömu atburða í Islendingasögum
er að finna í frásögnum af deilum Finnboga á Borg í Víðidal við Ingimundarsyni
á Hofi í Vatnsdal. Frá þeim deilum segir bæði í Vatnsdala sögu og Finnboga sögu
ramma, og ber sögunum saman um flest meginatriði. Þær greinir hins vegar á um
svo margt að ekki er einsýnt hvort skýra beri samband þeirra með munnlegri hefð
að baki eða rittengslum. Enda þótt flestir sem um sögurnar hafa fjallað hafi gert
ráð fyrir munnlegri hefð til að skýra mun sagnanna virðist það vera viðtekin
skoðun í nýlegum rannsóknum að um rittengsl af einhverju tagi sé líka að ræða.
Þessar sögur henta ágætlega til að athuga hvernig heildarkenningar um ritun
Islendingasagna hafa mótað viðhorf fræðimanna og túlkun á einstökum sögum.
Um leið gefst kostur á að meta hversu gild þau rök eru sem komið hafa fram fyrir
rittengslum og hvort til séu önnur sem benda sérstaklega á munnlega hefð að baki
þessum tilteknu sögum.7
Kellogg. The Nature ofNarrative, Oxford University Press 1966 (um íslendinga sögur, einkum
bls. 43—51); Theodore M. Andersson. The IcelandicFamily Saga: Ati AnalyticReading, Harvard
Studies in Comparative Literature, 28. Harvard University Press, Cambridge, Mass. 1967;
Richard F. Allen. Fire andIron: CriticalApproaches to Njáls saga, University of Pittsburgh Press
1971, einkum bls. 3-28; Lars Lönnroth. Njáls Saga: A Critical Introduction, University of
Califomia Press 1976 (um hlut ritaðra heimilda, einkum í viðaukanum á bls. 215-248); Óskar
Halldórsson. Uppruni ogþema Hrafhkels sögu. Rannsóknastofnun í bókmenntafraði (Fræðirit
3), Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1976. Um almennt rannsóknaryfirlit á sviði
munnmennta og íslenskra fornsagna má vísa til greinar Carol Clover „Icelandic Family Sagas
(íslendingasögur)“ í OldNorse-Icelandic Literature: A Critical Guide. Ed. by CarolJ. Cloverand
John Lindow (IslandicaXLV), Cornell University Press, Ithaca and London 1985 (einkum bls.
272-294).
5 Svipuð röksemd um að ekki sé þörf á að sanna sérstaklega tilvist munnlegrar hefðar kemur fram
hjá Franz H. Bauml í sambandi við þýsk miðaldakvæði í grein hans „Medieval Literacy and
Illiteracy: An Essay toward the Construction of a Model,“ í Germanic Studies in Honor of Otto
Springer, ritstj. Stephen J. Kaplowitt, Pittsburgh, K&S Enterprises, 1978, bls. 41-54. Á bls. 42
segir Bauml í tengslum við gildi munnlegu kennningarinnar: „The Theory of Oral-formulaic
composition cannot well serve to establish the fact that these epics [þ.e. Nibelungenlied og
Kudruri[ were once transmitted orally, for that fact was never in doubt and played a role in
theories of their evolution from Lachmann’s ‘Liedertheorie’ on. All historical evidence upon
which our knowledge of the culture of north-central Europe from the period of the migrations
to the twelfth century is based, requires our acceptance of the oral transmission of vernacular
‘heroic’ epic as historical fact, just as surely as the orality of the South-Slavic songs recorded by
Parry and Lord must be accepted as historical fact.“
6 Sbr. rit hans Uber die Entstehung der Islandersagas (Berichte iiber die Verhandlungen der
Sachsischen Akademie der Wissenschaften zu Leipzig, Philologisch-Historische Klasse, vol. 102,
no. 5), Berlín 1956.
Um samanburð sagnanna, innbyrðis og við aðrar heimildir, má m.a. benda á: Hugo Gering
(útg.). Finnboga saga hins ramma, Halle, 1879, bls. xxxiii-xxxix; Björn M. Ólsen. Um íslend-
7