Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 52
50
Armann Jakobsson
Hólmgöngur eru algengar en aftökur aftur á móti sjaldgæfar og ekki dvalið við
þær. Oftast eru þær afgreiddar í einni setningu án þess að nein samúð komi fram
með þeim sem líflátinn er. Nefna má setningar eins og „þeir tóku Þóri bónda úr
rekkju sinni og leiddu út og drápu“ (Eyrbyggja saga, IF, IV, 164). Einnig kemur
fram í Eyrbyggju að lítilmannlegt er að vega að liggjandi mönnum enda neitar
Steindór á Eyri að taka þátt í slíku: „Steinþór kvaðst eigi vilja vega að liggjöndum
mönnum“ (sama rit, 128). Grið virðast auðfengin (sama rit, 168) og vopn eru
ekki borin að konum og börnum. Menn Eyjólfs gráa neita að hlýða honum þegar
hann hyggst brjóta þessa óskráðu reglu (Gísla saga, IF, VI, 101) og Bolli Bollason
minnir förunauta sína á að gefa ungum syni Helga Harðbeinssonar grið og vill
ekki „vinna klækisverk“ (Laxdæla saga, IF, V, 193).41
I Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar er annað uppi á teningnum. Enda þótt
sumir bardagar Islendinga sögu séu mun stærri í sniðum en flestir bardagar
Islendingasagna endurspeglast það ekki f lýsingu þeirra. Sturla gefúr ekki heildar-
yfirlit yfir gang bardaga fyrr en í lokin heldur sýnir nokkrar svipmyndir af framgöngu
mikilvægra manna, rétt eins og gert er í þeim fáu stórorrustum sem sagt er frá í
Islendingasögunum (Heiðarvíga saga, IF, III, 302—309; Brennu-Njáls saga, IF,
XII, 402—408). Þetta skapar vissa nálægð við lesanda sem er eins og þátttakandi í
bardaganum og hefur enga heildaryfirsýn yfir gang hans. Glundroði bardagans
kemst þá vel til skila. I Islendinga sögu er tíðara að her ráðist til atlögu gegn fáum
mönnum. Enda þótt sjaldgæft sé að konum og börnum sé gert mein eru undan-
tekningar þar á sem sagan gerir mjög rækileg sk.il. Þar má nefna Sauðafellsför og
Flugumýrarbrennu. Brennur eru í eðli sínu miskunnarlausari en önnur mannvíg
að þessu leyti. Algengt er að konum og börnum sé boðin útganga en það gerist þó
hvorki í brennunni í Örnólfsdal (Hænsa-Þóris saga, IF, III, 24) né Flugumýrar-
brennu en þessum atburðum er lýst á mjög ólíkan hátt (sjá bls. 56 og 73-75).
í íslendinga sögu er mönnum iðulega neitað um grið42 og þau eru rofin hvað
eftir annað og menn sigraðir með svikum. Gissur Þorvaldsson er svikinn við
Apavatn en rýfur síðar sjálfur sætt á Órækju, brennumönnum og á Andréssonum.
Höfðingjar skeyta miskunnarlaust skapi sínu á smábændum og eru dæmi um að
menn séu teknir af lífi fyrir að vilja ekki fylgja valdsmönnum til óhæfúverka.43
Ekki bitnaði hernaðurinn einungis á sekum. Sturla Þórðarson fúllyrðir sjálfúr að
svo hafi ekki verið: „galt margur óverður þessa ófriðar og ófagnaðar.“(754)44
Sturla leggur áherslu á skuggahliðar hernaðarins, tekur þá fram að menn hafi
Samkvæmt Orðstöðulykli Islendingasagna kemur orðið „drengilega“ 19 sinnum fýrir í tengslum
við vörn (af 55 tilvikum alls).
4' Til eru frávik frá þessu, t.d. í Bárðar sögu (ÍF, XIII, bls. 117) en Bárður er fremur tröll en maður
og saga hans ekki dæmigerð íslendingasaga.
4- Guðrún Nordal nefnir sjö tilvik í grein sinni „Eitt sinn skal hverr deyja“, bls. 79.
43 Bestu dæmin um þetta eru raunar í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar (238) og Þórðarsögu kakala (471).
44 Þessi orð koma fyrir í eftirritum Reykjafjarðarbókar, í lok Islendinga sögu eins og Jón Jóhann-
esson hefiar endurgert hana. Hann er ekki fullviss um að sá hluti sé upprunalegur (Sturlunga
saga, I, bls. 578) en velur þó að birta hann með. En eins og kemur hér fram eru þessi orð mjög
í samræmi við anda sögunnar.