Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 213
211
Bókmentasaga Islendínga
hafSi verið í Danmörku með Valdimari konungi, og fengit af honum mikinn
sóma.“ Hins sama getr og Knytlingasaga (Fms. 11, 396:9-11): „Börn Valdimars
konungs (o: Knútssonar 1 ta) ok Soffíu drotníngar voru þau Knútr konungr ok
Valdimar gamli, er síðan varð konúngur í Danmörk, er einhver hefir verið ágætastr
konungur híngað á Norðurlönd; með honum var Ólafr Þórðarson, ok nam at
honum marga fræði, ok hafði hann margar ágætligar frásagnir frá honum.“ Eptir
að hann kom út aptr, bjó hann í Stafholti, og var friðsamr og tillögugóður í þeim
málum, sem til hans komu. Hann var tekinn til Lögsögumanns 1248 af Þórði
kakala (Sturl. 7, 95:9), enn þótt Teitr Þorvaldsson, bróðir Gissurar jarls, væri þá
lögmaður (Isl. S. 1, 339:5); hann hafði og lögsögu eptir Teit 1252-56 (Isl. S.
339:6-7; Sturl. 8, 166:22). Annálar segja, að Ólafr hafi t 1259.
Um rit Ólafi Hvítaskálds. Af málslistarritunum hefir hann tekið saman Grund-
völl málfræðinnar og fremsta, stærsta kaflann af fígúrum í ræðunni, eða í Rasks
Eddu bls. 297:18-335:6. Líkindi til þessa eru þau:
1) í Grundvelli málfræðinnar (Sn. Ed. bls. 302:20-2) stendr, þar sem talað er
um rúnaletrið: „Þessa stafi ok þeirra merkíngar compíleraði minn herra Valdimar
Danakonúngur með skjótu orðtæki á þessa lund.“ En þess er áðr getið, að Ólafr
hvítaskáld var með Valdimar konúngi gamla, sem ríkti frá 1202 til 1241, og hafði
numið fræði af honum; en slíks er ekki getið um aðra Íslendínga frá þeim tímum.
2) Hinn ókunni höfundr að kaflanum frá bls. 335:6-353 vitnar tvisvar til
einhvers Ólafs: a) bls. 342: „Ok kallar Ólafr þat finngálknat, er líkum er skipt á
einum lut í enni sömu vísu.“ Hér er auðsjáanlega litið til bls. 317:11-22 þar sem
Ólafr hvítaskáld segir: „Sá löstr heitir cavemphaton, er vér köllum nykrat eða
fmngálkat — ok er þar svá skipt líkneskjum á hinum sama lut, sem nykrinn skiptiz
á margar leiðir." b) bls. 343:2^4. „Ólafr segir ok at Evphonia verðr, þar sem
límingarstafir eru skiptir í þá stafi, sem fegra hljóða, sem í þessum nöfnum lækr
og agr; því æ þykir hvervitna lýta mál, nema þar sem skynsemi má fyrir gjalda, at
þau orð, sem þat stendr í dreifaz af þeim orðum, sem ástendr í.“ Þetta sama orðar
Ólafr hvítaskáld þannig í Grundvelli málfræðinnar á bls. 303^4. „en fyrir
hljóðsfegrð er diptongus fundinn, sem hér lœkr, œgr, því at fegra þykir hljóða,
heldr en Lekr, ægr.“
Af kvæðum hans er fátt til. Af lofkvæði hans um Hákon konúng gamla eru til
9 erindi heil og 2 vísuhelmíngar í Fms. 9. B., það er dróttkveðin hrynhenda, og
mest um ófrið þeirra mága Hákonar og Skúla hertoga. Tækifærisvísa um bardag-
ann á Láku (Fms.9, 494), vísuhelmíngur um skip Skúla hertoga (Fms. 9, 457);
vísa um Aron Hjörleifsson (Sturl. 4, 87) [er ein vísa til eptir hann í Sturlúngu].
Hann orti um vetrinn 1236-7 drápu um Þorlák biskup Þórhallason, sem var
Skálholts byskup frá 1178-1193, helgaðr og skrínlagðr 1198; en þessi drápa er
nú ekki til (Sturl. 6, 190:2).
Sturla Þórðarson (f. 1214, t 1284). Hann hefir ritað sögu Hákonar gamla Nor-
egskonúngs og sögu Magnúsar konúngs lagabætis Hákonarsonar; hann á mikinn
þátt f Landnámu og Sturlúngasögu og honum eru eignaðar ýmsar Islendíngasög-