Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 24
22
Terry Gunnell
ddr (údgaJiA.Ö í>m.6.rc^)C eþi
bnfycöjéjcfyr fitcbroþe-þugar
i6.f)tr áomTí alr itvtdetc ö(|)d
j » rvncfcf) raF.cfB'ráoafcafbono.
ffVarcfqoþö til’v’amarcbxiHÖ
ol (öcnar.ð)r)ugrcorJ)cia.fuIfa.
Ki#" if ínn/’/Trif/^Aifci lTf»cT\*t/v
Mynd 11: Elucidarius(\2. öld). AAT67Í brot,
fol. 21 r. Mælendamerkingar: Inni í textanum:
t.d. 1. 1: D (Discipulus) 1.2: M (Magister).
(Myndin er birt með leyfi Árnastofnunar, Kaup-
mannahöfn.)
„Skímir kvað“, „Óðinn kvað“ o.s.frv., voru ekki taldar vera hluti af textanum,
heldur aukaatriði sem voru samt nauðsynleg. Þessar kynningar eru aðeins settar
inn í textann þegar þær fylgja inngangi eða innskoti í bundnu máli. Undan-
tekningu frá þessari reglu má sjá í Skírnismálum í orðunum „Skírnir kvað“ og
„Ambátt kvað“ í Konungsbók, og einnig „Gerðr kvað“ í AM 748 þegar þessi
hlutverk eru kynnt í fyrsta sinn, en það eru ýmsar skiljanlegar ástæður fyrir því:
Ambáttin er aldrei nefnd í kvæðinu og nafn Gerðar kemur ekki fram fyrr en í 19.
v., næstum sex vísum eftir að hún hóf mál sitt (sjá Gunnell 1991, 245-247). Þar
af leiðandi er nauðsynlegt að skrifa nöfnin, að öðru leyti eru einungis skammstaf-
anir notaðar á spássíunum. „Skírnir kvað“ í Konungsbók er líklega mistök skrifar-
ans sem var að gera eftirrit af handriti þar sem mælendakynningar voru í textanum
í upphafi kvæðisins (sjá hér á eftir).
Spássíumerkingarnar voru greinilega álitnar nauðsynlegar upplýsingar fyrir
lesandann eða sem leiðbeiningar við upplestur eða munnlegan flutning. Eins og
þegar heftxr verið minnst á hafa aðrir fræðimenn komist að svipaðri niðurstöðu
varðandi sams konar spássíumerkingar í öðrum handritum, meira að segja líka
þegar þær birtast í stökum tilfellum í frásögnum eins og í handritunum af Táin
Bó Cúailngeí Irlandi frá tólftu öld,17 og í Ruodlieb í Þýskalandi frá elleftu öld.18
En merkingarnar voru ekki ætlaðar til upplestrar, og þegar textinn er lesinn verður
að hafa það í huga. Það leiðir ýmislegt skemmtilegt í ljós sérstaklega varðandi
Lokasennu og Hárbarðsljóð (Gunnell 1991, 220-221, og 227-240).
Það vekur sérstaka athygli að skrifarar edduhandrita ákváðu að nota ekki þá
17 Sjá t.d. Best og Bergin 1929, 170-171; O’Rahilly 1976, 33-38; Strachan og O’Keefe 1912,
36-41; og Tranter 1989, 228.
18 Sjá Ruodlieb 1974-1985,1.ii, 77,115, 137, og II.i., 67,125 og 173. Peter Dronke (bréf, lO.júni
1990) skrifar varðandi þessa merkinga í Ruodlieir. „These suggest to me that the poet intended
his poem to be read aloud with different readers for different roles and inserted the directions
when the text alone didn’t make clear who was speaking.“
4
F upmraifp)Ikmo etbýggirttkic éS&mf
i o<fyi]fclk,crbottu.íkalrthmu
JVoB&fá&tíP--* ||l>
u "'TpnrflftcmhajíiTtinvy(h(&)ímn
aíVaerflqjtit ( i
t iá áXfasOTrergeta&JIIkocytrtíSeöílir
iíftai bo«tc UIJÍ ý (Xcarýotkftaf
Mynd 12: Konungs skuggsjá (seint á 12. öld:
Noregur). AM 243 b, bl. 66. Mælendamerk-
ing: faðer. (Spássíumerkingin til hægri er
ábending fyrir skrifarann sem átti að lýsa upp-
hafsstafmn ,,Þ“). (Myndin er birt með leyfi
Árnastofnunar, Kaupmannahöfn.)