Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 111
109
Sighvatur Þórðarson ogEgils saga
erfiljóð um vin sinn Erling Skjálgsson, sem féll þegar hann ætlaði að veita Ólafi
konungi atgöngu. Hann yrkir fagurlega um Ólaf dauðan og sýnir einnig minn-
ingu hans virðingu með því að stuðla að því að Magnús Ólafsson verði tekinn til
konungs eftir föður sinn. Hann er einarður í samskiptum sínum við Magnús og
kveður hinar vel þekktu Bersöglisvísur þegar mönnum þykir ofsi hins unga
konungs keyra úr hófi.
I grein í Skáldskaparmálum I (1990) hef ég reynt að sýna fram á að í
Heimskringlu birtist ákveðin þróun í lýsingum á hegðun konungsmanns gagnvart
konungi annars vegar og vini hins vegar. Óþarfi er að endurtaka það sem þar segir
en minnt skal á að eftir því sem á Heimskringlu líður verður ljósara að sjálfstæði
gagnvart konungi reynist betur en blind fylgisspekt við hann. Það kann t.d. ekki
góðri lukku að stýra að bregðast vini frammi fyrir konungi þó sá sé í ónáð konungs.
Mjög svipaðar hugmyndir birtast í Egils sögu, en munurinn er sá að þar er allt
einfaldara og þróunin augljósari í átt frá konungshollustu til tryggðar við vin. í
þessum samanburði var bent á að Sighvatur skáld og Arinbjörn hersir væru um
margt líkir: þó báðir væru tryggir konungsmenn þorðu þeir að vera vinir vina sinna
og hætta þannig á að fá reiði konungs. Líkur voru leiddar að því að Egils saga hefði
í þessu atriði þegið frá Heimskringlu og væri þar af leiðandi yngra verk. Þetta er í
samræmi við skoðun Jónasar Kristjánssonar (1977) á afstöðu verkanna en í
andstöðu við þær skoðanir sem ríkjandi hafa verið; sbr. Bjarna Einarsson (1975)
og Sigurð Nordal (1933). Nánar er fjallað um tengsl þessara verka í doktorsritgerð
minni frá 1992 og eindregið hallast að því að Egils saga sé yngra rit.
En höldum okkur við Sighvat og hugsanleg áhrif hans á Egils sögu. Á öðrum
stað en hjá Snorra kemur Sighvatur fram í höfuðlausnarfrásögn þar sem hann
bjargar íslenska skáldinu og systursyni sínum, Óttari svarta, undan reiði konungs,
rétt eins og Arinbjörn bjargar Agli.3 Þessi frásögn er varðveitt í Flateyjarbók (sjá
Óttarsþátt svartaí ísls. III, bls. 2201-2202). Frásögnin er runnin fráStyrmi fróða
Kárasyni og er eitt af fáum brotum („articuli“, sbr. Flateyjarbók IV, bls. 1) sem
enn eru varðveitt úr sögu hans af Ólafi helga. Þessa sögu hefur Snorri Sturluson
þekkt og notað mikið (sbr. formála Bjarna Aðalbjarnarsonar að Ólafs sögu helga,
Hkr. II, bls. ix). Því er eðlilegt að spurt sé, hvers vegna hann hafi ekki tekið
höfuðlausnarþáttinn af Óttari upp í sögu sinni af Ólafi helga. I ofangreindu riti
um Egil reyni ég að skýra það í ljósi þeirrar viðleitni Snorra að forðast að segja í
Heimskringlu (og Ólafs sögu sérstöku) sögur sem minni um of hver á aðra. í
efniviði sínum hafði Snorri þegar meira en nóg af höfuðlausnarsögum og skyldum
sögnum, og því má ætla að hann hafi ekki kært sig um að gera hið „sögulega" verk
sitt tortryggilegt með því að láta þær allar fljóta með þó skemmtilegar væru og
hefðu auk þess íslendinga í aðalhlutverkum. Bjarni Aðalbjarnarson bendir þar að
auki á að frásögn Styrmis af Óttari sé vart samboðin tign Astríðar Noregsdrottn-
ingar (sjá Hkr. II, bls. xx).
3 í þessu sambandi mætti minna á að Skalla-Grímur er systursonur skáldsins ölvis hnúfu sem
bjargar honum frá reiði Haralds hárfagra við aðstæður sem um mjög margt minna á höfúðlausn-
arsöguna í Jórvík.