Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 216
214
Sveinbjöm EgiLsson
af Þjóðverjasögu, að eptir dauða Friðriks keisara 1250 var keisaralaust í 22 ár allt
til 1272. Er þá Hákonarsaga rituð af Sturlu í Noregi á árunum 1263-65. Þá orti
og Sturla 12 vísna flokk um Birgi jarl Magnússon af Svíþjóð, og þá laun fyrir; en
Birgir jarl f 1266. Sturla fór til íslands aptr 1265, en hefir ei dvalið þar lengi, áðr
hann fór aðra ferð til Noregs, 1269; þá var hann enn hjá Magnúsi konungi vel
haldinn og mikils metinn, setti hann þá saman sögu Magnúss konungs Lagabætis
eptir bréfúm og sjálfs hans ráði, gerðist hann þá hirðmaðr Magnúsar konungs og
skutilsveinn hans. Hann orti mörg kvæði um Magnús konung og þá margfalda
sæmd fyrir; en af þeim kvæðum er nú ekkert til. Af sögu Magnúsar lagabætis er
ei til nema það brot er prentað er í Fms. 10 b., bls. 155-163. Það er hin síðasta
saga, er menn enn til vita að rituð sé af íslenzkum manni í fornöld um Noregs-
konúnga. í það sinn hefir Sturla verið í Noregi til 1271, því það ár kom hann út
aptr til Islands með lögbók þá, er Magnús konungur hafði skipað, var Sturla þá
skipaðr lögmaðr yfir allt ísland. Sú lögbók, er Sturla kom þá inn með, er líldega
hin sama sem kallast Hákonarbók og Járnsíða, samin í öndverðu af Hákoni
konungi gamla, eptir Frostaþíngslögum en lagfærð af Magnúsi konungi Lagabæti;
þau lög eru útgefin í Kristjaníu 1845 í safni hinna fornu norrænu laga, 1. B. bls.
259-300 í arkarbr. 1278 sigldi Sturla [í] 3. sinn, braut þá skip sitt við Færeyar og
var þar um vetrinn, fór svo næsta vor til Noregs og til íslands aptr um sumarið,
og hafði lögsögu, þar til er hófust deilur kennimanna og leikmanna um Staðamál;
lét Sturla þá lausa lögsögu; tók þá lögsögu Jón Einarsson, er kom inn með þá
lögbók er eptir honum er nefnd Jónsbók, og eptir hann Erlendr sterki (1283-
1299) faðir Hauks lögmanns. Sturla andaðist sjötugr að aldri 1284.
Kvæði Sturlu: 1) Þverárvísur, ortar 1255 um Þverárgrundar bardaga er Sturla
var sjálfúr í; af þeim vísum er ei tilfærðr, nema 1 vísuhelmíngr (Sturl. 9, 246).
2) Þorgilsardrápa, um Þorgils Böðvarsson, frænda hans (t 1258); þar af eru
tilfærð 2 erindi í Sturl. 9, 246-7, og vera má, að úr þeirri drápu sé vísan í Sturl.
8, 132 um röskva framgaungu Þórgils í bæarbrunanum í Björgvin 1246.
3) Um Hákon konung gamla 4 kvæði: a) Hákonarkviða, hún er með fornyrða-
lagi, og eru tilfærð úr henni 42 erindi heil í Hákonarsögu, segir þar frá æfi
Hákonar, allt frá því hann varð konungr og þar til er friðr var gerðr milli Noregs
og Svíaríkis ár 1249, þegar Hákon hafði verið 32 vetr konúngur að Noregi. b)
dróttkveðið kvæði, þar af eru til 13 erindi heil og 7 af þeim um herfarir konungs
móti Ribbúngum. c) kvæði með hrynhendum hætti, þar af er tilfært 21 erindi
heilt. d) HrafhsmáL, tvítugr flokkr með toglagi, um herför Hákonar konungs til
Skotlands 1263.
Lausavísur Sturlu. Þar til mætti, ef til vill, telja vísuhelmíng, er kveðinn var fyrir
Sturlu fyrir Örlygsstaðabardaga 1238 (Sturl. 6, 215). 1242, þegar þeir Sturla og
Órækja voru handteknir við Hvítárbrú af þeim Gissuri, og Sturla reið norðr með
Kolbeini, gerði hann 2 lausavísur dróttkvæðar um það, hvernig þá var komið fyrir
þeim Órækju (Sturl. 6, 257); og sama ár reið hann norðan með Kolbeini suðr í
Túngu til Gissurar, var þá lokið upp gjörðum, og þeir Sturla og Órækja dæmdir
í 3 ára útlegð; þá orti Sturla 1 vísu um það, að honum þókti sú sáttargjörð raung,