Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 190
188
Sveinbjöm Egilsson
Kolbeinssonar og Bjarnar Hítdælakappa er lángt sagt í sögu Bjarnar, og svo frá
kveðskap þeirra hvors um annan, og hversu Þórðr seinast tók Björn af lífi.
Um Arnór jarlaskáld [son hans] vita menn lítið. Hér um bil 1017 sendi Þórðr
Kolbeinsson hann með öðrum móti Gretti Asmundssyni sterka, þegar Mýramenn
gerðu mannsöfnuð að Gretti og börðust við hann hjá Hítará. En Arnór kom ekki
með sinn flokk íyrr en fundinum var slitið og fékk hann af því það orð, að hann
mundi einginn garpr vera. 1046 (Orkn. bls. 64. 66) er Arnór með Þorfinni
Sigurðarsyni Hlöðverssonar Orkneyingajarli í bardaga við Rauðabjörg í Orkney-
um móti Rögnvaldi jarli Brúsasyni, bróðursyni Þorfinns; bauð Þorfmnur Arnóri
að gánga þar af skipum á land, því Arnór vildi ekki vera móti Rögnvaldi. Hann
orti drápur um báða þá frændr, Þorfinn og Rögnvald, jarla, og var því kallaðr
jarlaskáld. 1047 fór Arnór til Noregs; þá hafði Haraldur Sigurðarson árið áður
geingið til ríkis í Noregi með Magnúsi góða frænda sínum; Arnór færði báðum
konungunum, sína drápuna hvorum, og flutti Magnúsi íyrr, því hann var þeirra
yngri; sú drápa var með hrynhendum hætti, og gerð með miklu fjöri og ímynd-
unarafli, og lof Magnúsar reist jafnhærra en títt var í þesskonar kvæðum, svo
Haraldi þótti nóg um. Þar næst flutti hann Haraldi sína drápu, það hét Blágag-
la[drápa\ (Fms. 6, 197). Haraldr gerði þann mun þessara kvæða, að sín drápa
mundi skjótt niðr falla svo að eingi maðr mundi kunna, en að drápa sú er Arnór
hafði ort um Magnús konung mundi kveðin verða, meðan Norðurlönd væri
byggð. Má vel marka dóm Haralds konungs um þetta, því hann var vitr maðr og
vel hagorðr sjálfr og hafði mætur miklar á skáldskap, og var mjög vandr að
kveðskapnum, fann að við beztu hirðskáld sín (t.d. Þjóðólf) ef ekki var fylgt
réttum kveðskaparhætti; hann fann og að við sjálfan sig, ef honum þókti sér
mistakast kveðskaprinn; þá hann gekk í orustu síðasta sinni orti hann vísu með
fornyrðalagi, og sagði síðan: Þessi vísa var illa ort, og skal eg kveða aðra betri; og
orti þá aðra vísu dróttkvæða. Arnór lofaði Haraldi þá að skilnaði að hann skyldi
yrkja erfidrápu eptir hann, og það efndi hann. Arnór orti og erfidrápu um Gellir
Þorkelsson, afa Ara fróða (sjá Landn. Kh bls. 334). Hefir Arnór þá lifað fram yfir
1073 [, því þá dó Gellir. Sú drápa er ekki til].
Ekkert af kvæðum Arnórs er til heilt. Um Magnús góða orti hann 2 drápur;
aðra sem um var getið, hún kallast Magnúsdrápa í Fms. 11, 209 og Sn. Ed. bls
318, Magnúsardrápa, Fms. 11, sst., en af bragarhættinum Hrunhenda í Fms. 6,
23.26, og Hrynhenda, Fms. 6, 67,85,13 af þessari drápu eru tilfærð í Fornmanna-
sögum 6 og 11 bindi og Snorraeddu 11 heil erindi og 3 vísuhelmíngar og þar að
auki í Snorraeddu 1 vísuhelmíngur og 3 vísufjórðungar. Hin drápan um Magnús
var dróttkveðin, og kallast Magnúsardrápa Fms. 6, 26 1. 8, af þeirri drápu eru
tilfærð 17 heil erindi og 2 vísuhelmíngar í Fms. 5. og 6. B. og Heimskr. og
Snorraeddu. Drápan um Harald sem Arnór flutti 1047 gat ekki innihaldið annað
en lýsingu á herförum Haralds í Austurvegi og Suðrlöndum, og þó ekki nema
eptir lausum sögnum og ónákvæmum. Má vera að Haraldi hafi því ekki líkað
13 Einfaldað í 281 8vo: „hún kallast ýmist Magnúsardrápa eða af bragarhættinum Hrynhenda."