Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 179
Bókmentasaga Íslendínga
SVEINBJÖRN EGILSSON
Bókmentasaga Íslendínga á að skýra frá þeim ritum, sem til eru eptir íslenzka
rithöfunda. Hagkvæmast sýnist að skipta henni í kafla, og taka fyrsta kaflann frá
íslands byggíngu til Sæmundar fróða og ísleifs byskups, eða frá 874 til 1056.
Frá þessu tímabili, sem nær fram undir þann tíma, þá fyrst var tekið til að rita
sögur á landi hér, er ekki annað til vor komið, það sem vér getum greint höfunda
til, en kvæði og kvæðabrot og einstakar vísur skálda þeirra er þá voru uppi. Hér
skulu ekki talin upp öll skáld, heldur að eins þau merkilegustu. En af því skáld
þessi, mörg hver, voru hirðskáld, optast hjá Noregskonungum, stundum líka hjá
Danakonungum, Svíakonungum eða Englandskonungum, þá skal nú telja þá
Noregskonunga, sem uppi voru á þessu tímabili.
ísland var fyrst numið af Ingólfi landnámsmanni 874, það var á 12. ári ríkis
Haralds hárfagra, en hann var síðan konungur að Noregi 58 ár, til 931.
Eiríkr Haraldsson blóðöx
Hákon Haraldsson Aðalsteinsfóstri
Haraldr Eiríksson Gráfeldr
Hákon jarl Sigurðarson
Ólafur konungur Tryggvason
Eiríkr jarl Hákonarson
Sveinn jarl, bróðir hans og Hákon Eiríksson
Ólafur helgi Haraldsson
Sveinn Alfífuson (Knútsson)
Magnús góði Ólafsson
Haraldr Sigurðarson
frá 931 til 935.
935-961.
961-976.
976-995.
995-1000.
1000-1012.
1012-1015.
1015-1030.
1030-1035.
1035-1047.
1047-1066.1
ísíðari gerð hefur kaflinn „Um letrslist Íslendínga“ (sjá bls. 200) veriðflutturfram og tekur hann
við á eftir orðunum „er þá vom uppi“. í handritinu ÍB 406 4to er hann tengdur viðþau með
orðunum „og þessar skáldskaparleifar hafá til vor borizt í sögum þeim, sem seinna voru ritaðar,
því. . .“ o.s.frv. Strax á eftir honum kemur eftirfarandi texti sem er á tveimur blöðum, innlímdum
á milli bls. 4 og 5 i Lbs 280 8vo. Umframtexti úr ÍB 406 4to er settur innan oddklofia:
,Á tímabili því sem áður er um getið, lögðu menn helst stund á skáldskap hér á landi, og þá
var undirbúníngurinn gerður til hinna merkilegu sagnarita, er á næsta tímabili komu í ljós.
•císlendingar fluttu með sér frá Noregi, bæði skáldskapinn, og undirlag sögunnar.> ísland bygðist
af Norðmönnum á dögum Haralds hárfagra, hann kom til ríkis 861, lagði niðr konungsstjórn
931, og dó 3 árum síðar 934. Þegar hann brauzt til ríkis og þreyngdi undir sig öllum þeim
smákonungum, sem áður höfðu verið nálega í hverju fylki í Noregi, þoldu margir Norðmenn
ekki yfirgáng hans, og fóru því úr landi. Þar á meðal var Ingólfr Arnarson, hann fór á 13da
ríkisári Haralds 874 til íslands, var 2 vetr við Hjörleifshöfða í Skaptafells sýslu, 3. vetrinn undir
Ingólfsfelli við Ölvesá í Árnessýslu, en tók sér svo bólstað hér í Reykjavík 877. Eptir hans daemi
fluttu sig hingað margir af Norðmönnum, og fornmenn segja, að ísland hafi orðið albygt á 60
árum, svo að ekki hafi síðan orðið fjölbygðara, og það er tímabilið frá 874 til 934, rétt til dauða
SKÁLDSKAPARMÁL 3 (1994)