Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 248
246
Ritdómar
bókar vantar alveg í Konungsbók og ekki heldur hvernig Konungsbók orðar
hlutina ef hún segir hið sama og Staðarhólsbók en með öðrum orðum. Þetta
kemur sjaldnast að sök, en þegar það skiptir máli verður að leita til útgáfu Finsens.
Þá kemur að góðum notum efnisyfirlitið með vísunum milli handritanna.
Mjög varlega er farið í frávik frá orðalagi handritsins, ekki leiðrétt nema
augljósustu pennaglöp. Þannig er t.d. sagt á bls. 122 um skilnaðarsök konu við
mann sinn: „ .. . þá á hún að segja skilið við meðþeim . ..“ (auðk. hér). Eins og
Finsen bendir á í athugasemd er „við“ hér ofaukið, mun stafa af því að ritarinn
hafi fyrst ætlað að skrifa „segja skilið við hann en síðan „segja skilið meðþeim“.
Hér hefði í rauninni verið óhætt að leiðrétta án fyrirvara, og það þeim mun fremur
sem klausan hefði þá orðið orðrétt samhljóða Konungsbók. En úr því að útgef-
endur vildu fylgja Staðarhólsbók svona náið, þá hefði þurft einhverja aðferð —
merki í texta eða athugasemdir neðanmáls — til að vara lesendur við orðalagi sem
telja má brenglað. Nóg er samt af torskildum stöðum í þessum texta. Sams konar
dæmi má nefna á bls. 41 þar sem stendur „... er rétt hverjum að lýsa eftir helgina
er vill til uns dómar fara út.“ Hér gerir Finsen enga athugasemd, en þó er næsta
ljóst að orðinu „til“ er ofaukið; skýringuna á því má finna í Konungsbók þar sem
segir í sömu klausunni „ . . . tilþess er dómar fara út“. Þessi dæmi vekja kannski
þá spurningu hvort rétt hefði verið að styðjast meira við orðalag Konungsbókar
á þeim stöðum þar sem hún segir sömu hugsun og Staðarhólsbók en í skýrara eða
réttara máli. Hins vegar er það skiljanlegt sjónarmið útgefenda að vilja ekki gefa
út „blandaðan texta“, valinn eftir geðþótta úr ólíkum handritum.
Textinn er færður til nútímastafsetningar, en orðmyndum haldið óbreyttum
að mestu (þ. á m. beygingarendingum sagna sem annars er orðin nokkur tíska að
færa til nútímamáls í útgáfum fornrita). I inngangi er gerð skilmerkileg grein fyrir
aðferðum í þessu efni, og hef ég ekki fundið nein frávik frá þeim. Stundum þarf
með stafsetningunni að taka af skarið um tvíræðni í texta handritsins. Ritdómari
Sögu hefur bent á orðalagið „í Görðum [þ.e. Garðaríki, Rússlandi] erlendis“ (bls.
40) þar sem nær væri að lesa „í görðum [þ.e. kaupstaðarhúsum] erlendis"; raunar
gerir hvorugur leshátturinn samhengið beinlínis eðlilegt. Þrátt fyrir nokkra leit
get ég ekki bent á önnur dæmi um það að stafsetning lýsi hæpnum skilningi á
textanum. En stundum orkar tvímælis hvaða orðmyndir má lesa í rithátt hand-
ritsins. T.d. að prestar láti „af höggva kawpa sína og skegg“ (bls. 18) þar sem
Konungsbók og flest handrit önnur (þau eru mörg til samanburðar á þessum stað)
hafa „kawpa“ — er þetta þá sérstök mynd orðsins (sbr. pör eins og akkeri —
ankeri) eða bara afbrigðilegur ritháttur Staðarhólsbókar (og eins handrits í viðbót)
sem rétt er að færa til nútímahorfs eins og aðra stafsetningu?
Greinarmerkjasetning er miklu meira álitamál. í handritinu eru nánast engin
greinaskil og greinarmerkjasetning mjög óregluleg, en upphafsstafir gefa nokkra
vísbendingu um setningaskipan. Greinaskil, punkta og kommur verða því útgef-
endur að setja mest eftir eigin höfði, eins og gerist í fornritaútgáfum, og þar
hrökkva fastar reglur skammt. Hér er valin einföld greinarmerkjasetning, komm-
ur notaðar mjög spart, en semikommur ekki né heldur þankastrik eða svigar. Að