Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 200
198
Sveinbjöm Egilsson
ættir kappanna. Öll hin kappakvæðin viðkoma Volsúngasögu, nema Grotta-
saungr, sem á við Fróðasögu friðgóða. Auk þessara kvæða er heimfært til Sæ-
mundareddu Gróugaldr, Fjölsvinnsmál, Hrafnagaldr Óðins og Sólarljóð, sem öll
eru að líkindum ýngri en hin kvæðin.
Þær helztu útgáfur af Sæmundareddu: 1) í Kh afArna Magnússonar nefndinni
í 3 pörtum í 4blaða broti með lat. útleggíngu, skýríngum og orðaregistri (1787,
1818, 1828). 2) í Stokkhólmi af Rask, í 8bl broti 1818. 3) í Kristjaníu af RA.
Munch, í 8bl broti, 1847. Hverr ort hafi kvæðin í Sæmundareddu vita menn ekki.
Að Sæmundr hafi ort nokkuð afþeim (t.d. Sólarljóð) verður ei sannað; það verður
jafnvel ekki sýnt, að hann hafi ort nokkura vísu.
Ari fróði Þorgilsson, f. 1067, t 1148. Um æfi hans vita menn lítið. Þorgils
Gellisson, faðir hans, drukknaði úngr á Breiðafirði (Laxd. Khfn. bls. 334), var Ari
þá úngr og fór þá til afa síns Gellis á Helgafelli Þorkelssonar.
Gellir var merkismaðr, hann lét gjöra kirkju að Helgafelli virðulega mjög svá
sem Arnór Jarlaskáld vottar í erfidrápu þeirri er hann orti um Gelli, og nú er týnd.
Gellir varð sóttdauðr í Danmörk, þá hann kom úr Rómferð, og var jarðaðr í
Hróarskeldu 1073. Ari síðar var Ari 7 vetra, og fór þá til Halls í Haukadal í
Biskupstúngum Þórarinssonar, og var hjá honum í 14 ár. Hallr var merkilegr
maðr, vitr og minnugr, hann mundi það, að Þángbrandr prestr skírði hann
þrévetran ári áðr en kristni væri lögtekin á Islandi. Hallr fór kaupferðir milli landa,
og hafði verið félagi Ólafs konúngs helga, fékk hann af því uppgáng mikinn, og
varð honum því kunnugt um Noregsríki um daga Ólafs konúngs. Af Halli nam
Ari margan fróðleik. Þá var að fóstri með Halli í Haukadal Teitr son Isleifs biskups,
hann kendi Ara til prestskapar og sagði honum margan fróðleik, þann er Ari ritaði
síðan. Hallr hafði 4 um nírætt, þá hann dó, hafði hann þá búið 64 vetr í Haukadal.
Tveimr árum áðr Hallr dó, fór Ari frá Haukadal (1088), en hvert hann hafi farið,
er ekki um getið. Líklega hefir hann farið aptr vestur í Breiðafjörð [því þar lifðu
afkomendur hans]; á dögum Gissurs byskups Isleifssonar (1083-1118) tókhann
prestsvígslu. Það er víst, að Ari hefir aldrei utan farið. Óvíst er, hvort hann hefir
verið kvæntr maðr, en son átti hann, Þorgils, föður Ara hins sterka á Reykjanesi.
Ari nam marga fræði af Þuríði, dóttur Snorra goða, hún var spök að viti, hún
mundi Snorra föður sinn, en hann andaðist 1 vetri eptir fall Ólafs konungs helga.
Eptir Ara er til rit það, er hann kallaði Libellus Islandorum (Íslendíngabók), og
sem sumar bækur kalla „SchedasAra prests fróða. Þar í segir frá landnámi Islands,
alþíngis setníngu og lagasetníng, frá Grænlands bygð, kristniboði á íslandi, og frá
Isleifi og Gissuri Skálholtsbyskupum. Aratal [í þessu riti] hefir Ari á þann hátt,
að hann telr alla lögsögumenn frá Úlfljóti og síðan allt til sinna daga, og segir,
hversu leingi hverr þeirra hafði lögsögu. Ritið nær yfir 260 ár frá byggíngu íslands
til 1134. Þetta rit er seinast og áreiðanlegast útgefið í íslendingasögum 1 bindi
Kh. 1843.
Íslendíngabók sú, sem vér nú höfum, er ágrip af öðru stærra verki eptir Ara,
sem hann einnig kallaði Íslendíngabók. Þessu stærra verki lýsir Ari sjálfr í upphafi