Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 210
208
Sveinbjöm Egilsson
Þetta kvæði má aðgreina í fernt: a) 1—30 erindi er lofkvæði um Hákon konung.
b) 30-67 erindi er lofkvæði um Skúla jarl; bæði þessi kvæði eru dróttkveðin. c)
68-79. er 12 vísna flokkr um Skúla jarl, með toglagi. d) 80—102, ályktar ávarp til
þeirra beggja, konúngs og jarls, með runhendum háttum og fornyrðalögum. Það
held eg, að Snorri hafi ort Háttalykil eptir 1221 en fytir 1237, og ræð eg það af
því, að 63., 64. og 66. erindi Háttalykils lýsir mannslögum þeim, er Skúli jarl
veitti Ribbúngum 1221, og eru þau 3 erindi tilfærð af Sturlu Þórðarsyni í sögu
Hákonar gamla, 74. og 75. kap., þessum atburðum til sönnunar.28 [Menn gætu
jafnvel álitið að kvæðið væri gert eptir 1227 þá Ribbúngaöld endaði.] En að það
sé ort fyrir 1237, ræð eg af því, að þetta ár gaf Hákon konungr Skúla jarli hertoga
nafnbót, hafði einginn feingið fyrr það tignarnafn í Noregi, en í Háttalykli er
hertoga nafnbótin aldrei höfð um Skúla, heldr er hann ávalt kallaðr jarl [eða þeim
kenníngum sem því nafni sambjóða] — og þarsem hann er kallaðr hertogi í
Háttalykli t.d. í 40. 66. þá er það ekki nafnbót heldr kenníng. Háttalykli fylgir
mjög nákvæm útskýríng um allar þær hátta breytíngar, er til eru færðar í kvæðinu;
og virðist mér ekki annað líkara, en Snorri hafi einnig sjálfr gert útskýrínguna (þó
Rask sýnist það ómögulegt, form. Sn. Ed. Stokkh. 1818, bls. 6); því bæði er það
að hér er farið svo orðum um skáldskapinn og um kveðskap eldri skálda, svo og
um frágáng og missmíði á kvæði þessu sjálfu, að svo mundi trauðlega gert hafa
nema höfuðskáld og sá er sjálfr hefði ort kvæðið; líka má það enn ljósar ráða af
formálanum fyrir málslistarritgjörðunum í Snorraeddu [í Rasks útg.] bls. 275, þar
svo segir. „vel má nýta, að hafa eptir þeim (o: fornskáldunum) heiti ok kenníngar,
eigi lengra reknar, en Snorri lofar“, þessi orð sýnast mér ljóslega benda til þeirrar
greinar í útskýríngu Háttalykils (Sn. Ed. bls. 232 [124]): „níunda (leyfi) er, að
reka til hinnar 5. kennfngar, en úr ættum er, ef lengra er rekit; en þótt þat finniz
í fornskálda verka, þá látum vær þat nú únýtt“. 5) Fimti hluti Eddu, eptir útgáfu
Rasks, er það sem Rask kallar „ritgjörðir, hinni íslenzku málfræði viðvíkjandi“
(Sn. Ed. bls. 271—353). Þessar ritgjörðir finnast ekki í konungsbókinni af Sn.
Eddu, en þær finnast í Ormsbók [og töluvert af þeim] í Eddubrotunum 757 og
748, og í Uppsalaeddu, og er augljóst, að ætlazt er til, að þær fylgi Eddu. Þó Snorri
eigi ekkert í þessum ritgjörðum, ætla eg samt hér að tala nokkuð um þær, fyrst eg
er að tala um inntak Eddu [á annaðborð].
Málslistarritunum skiptir Rask í þrent: a) um latínu stafrófið (bls. 273-297).
b) Grundvöllr málfræðinnar (bls. 297—307). c) fígúrur í ræðunni (bls. 308—353).
Þetta eru nú ýmsar ritgjörðir, samdar af ýmsum, og safnaðar í eitt af einum manni,
sem hefir ætlazt til að þær fylgdu Snorraeddu. Mér er næst geði, að skipta þessum
ritgjörðum sona:
a) bls. 273-275:8, eða 1. greinin, er formáli þess manns, sem safnað hefir í eitt
öllum þessum ritgjörðum.
(3) bls. 275:9-288:21, eða2.-10. gr„ ernorrænstaffræði, [samin] afeinhverjum
ókunnum lærðum manni, á að gizka frá 1150-60 (sjá bls. 48-9 hér að framan).
28 Á spdssíu: „eða vetr 1227, sjá 1.19“.