Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 168
166
Elín Bára Magnúsdóttir
hafði gengið eins og hann getur um: „en eg bað Guð mjer þvílíkum glæp að fbrða,
svo eg hvorki bryti minn sáluhjálpareið eða skildi mig við mína æru og gott rykti,
eða gjörði hrelling mínum frændum og góðum vinum en fögnuð fjandmönn-
um,...“ (184) Eina leiðin fyrir Jón til að komast undan járnhæl Grabows virðist
því hafa verið að sækja um að komast í Indíaförina. Hann getur a.m.k. ekki um
aðra valkosti en sú för var álitleg fyrir hann með tilliti til aðstæðna hans því þá
átti Jón eftir að vinna fimm ár í þjónustu kóngs.
Þegar Indíafararnir eru að leggja úr höfn hittir Jón Grabow í síðasta sinn. Þá
gerist það óvænta atvik að Grabow kveður áhöfnina með virktum og beinir orðum
sínum sérstaklega til Jóns:
En á meðal annara orða segist hann nokkru gleymt hafa, að með því að þar væri einn
maður af kóngsins byssuskyttum innanborðs, Jón Ólafsson að nafni, hver eð fyr meir
hefði sjer kær verið, en svo hefði þó tilborið, að um nokkra tíma hefði missáttir orðið,
og með því við ættum nú að skilja, þá væri sjer það helst geðfelt orðið, að við mættum
sáttir skiljast, svo að við, hvar fundir yrðu, hjer eður í öðru lífi, mættum góðir vinir
fmnast, hvar upp á hann tildrakk mjer heila tveggja marka silfúrkönnu af Rostockar-
bjór og handsöluðum hjer um og gjörði mjer einvirðulega föðurlega áminning með
góðum óskum, og með sama hætti óskaði hann skipi og fólki allrar góðrar lukku af
Guði. Og þar með varð vor skilnaður, og hefi eg hann ei síðan litið. (210)
Þessi ummæli Grabows ber e.t.v. að túlka sem háð en eigi lof. Hann hefúr a.m.k.
kunnað að meta þessi endalok á samskiptum þeirra Jóns því sú ákvörðun Jóns að
yfirgefa týhúsið gaf Grabow tilefni til að ætla að þar með hafi Jón játað sig sigraðan.
I Indíareisunni má sjá að Jón hefúr lært sitthvað af viðureigninni við Grabow
varðandi umgengni við yfirmenn. Hann kemur sér vel við kapteininn, Christoph-
er Boye, og ganga þau samskipti áfallalaust fyrir sig. Raunar fær Boye mikið dálæti
á Jóni því hann hreifst af dugnaði hans og gáfúm. Það kom sér oft vel fyrir Jón
því Boye hélt alltaf hlífiskildi yfir honum þegar hann gerðist sekur um einhvern
hlut. Þegar Jón segir frá samskiptum sínum við Boye og aðra menn á Indlandi
sér hann ástæðu til að miðla af reynslu sinni og gefa öðrum ráð þar að lútandi:
Svo og ljetu mig allir menn sjerdeilis vel, og í þann tíma varð ei óvirtur fyrir lítilmensku
sakir, þakkir sje Guði! En það segi eg hverjum, sem hlýða vill, að hver einn einstaka
maður, sem gefur sig til slíkrar ferðar og á hvorki frændur innan skipsborðs, gjald, nje
eftirmælendismenn að, hann má hafa 3 kosti til að bera, sem er hógværð og gott
umburðarlyndi við sína yfirmenn og aðra, sem þess eru verðugir, og láta ei alt skipa
sjer og vera nokkuð þá í reynir, þriðja að fara vel undan illu, en líða þó ei ofmikið og
forsvara sig með æru, gegnd og skynsemi, summa: að gjöra og haga sjer ærlega til máls
og gjörða, svo hann megi svara djarflega. Þetta sje hjerum nægilega talað nú um sinn.
(264)
Þegar Jón kom til Kaupmannahafnar aftur úr Indíareisunni stóð hann ekki betur
að vígi en þegar hann yfirgaf týhúsið forðum daga. Hann var þá örkumlaður á