Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 13
Spássíukrot 11
íslendingasögunum. I Þórleifi þœtti jarlsskálds er frásögn um hvernig Þórleifur
flutti kvæðið JarlsníSfyrir Hákon jarl í gervi stafkarls. Um leið og Þórleifiir klæðir
sig upp og hverfur bak við geitarskeggið hættir hann að vera kallaður Þórleifur.
Það er „stafkarlinn“ sem flytur kvæðið, ekki Þórleifur (sjá /511, 2270-2272). Það
sama gerist þegar Örvar Oddur verður Næframaðurinn (Örvar-Odds saga, FNI,
359-360), og Gunnar Hámundarson tekur á sig gervi Kaupa-Héðins (Brennu-
Njáls saga; sjá /51, 149-152). Ef tekið er mið af þessari frásagnaraðferð, hvernig
mundi þá þrettándualdarmaður hafa lýst leikriti? Gervið er greinilega jafn raun-
verulegt fyrir honum og persónan á bak við það.
Fornleifafræðin sýnir okkur að Norðmenn hafa notað ýmsa dýrabúninga í
helgisiðum sínum allt frá bronsöld fram á víkingaöldina (Gunnell 1991, 65-99),
en samkvæmt Saxa eiga leikarar að hafa tekið þátt í Freyshátíðinni í Uppsölum á
víkingaöld (Saxo Grammaticus 1931, 185). Þjóðfræðin segir okkur að notkun
dýrabúninga og annarra gerva hafi verið algeng í þjóðsiðum í Skandinavíu, og
líklega einnig hér á landi, a.m.k. frá sextándu öld og fram á nítjándu öld (Gunnell
1991, 112-161).
Þá höfiim við frásagnir í forníslenskum bókmenntum sem veita okkur fáar
brotakenndar vísbendingar: Sagan af Gunnari helmingi og líkneskju Freys í
Svíþjóð (Gunnarsþáttr helmings', sjá /5II, 2341-2343 og Þórleifiþáttrjarlsskálds,
þar sem búningur kraftaskáldsins virðist mjög líkur bxxnmfi julebukkene stm voru
algengir á síðustu öldum í Skandinavíu (sjá ÍS II, 2270)7 Auk þess má nefna
Næframannsbúning Örvar-Odds; lýsinguna af Steinari Önundarsyni sem sat „í
bjarnskinnsólpu og grímu fyrir andliti“ á Þórsnesþingi í Kormáks sögu (ÍS II,
1486); orð og nöfn eins og Leikgoði (Vatnsdæla saga; IS II, 1903-1904) og
Skinn-grýla{íslendingasaga\ 551,264); heiti Óðins Arnhöfiði, Grímnirog Grímurj
og síðast en ekki síst frásagnirnar af dönsum og flimtunum sem voru flutt af fólki
til þess að gera grín að öðrum (sjá t.d. 551, 265; II, 533-534). Besta dæmi um
það er náttúrulega þegar Norðmenn gerðu „háð“ að Gunnlaugi ormstungu og
Hrafni Önundarsyni (Gunnlaugs saga ormstungu\ /5II, 1189).
Eins og minnst var á hér að framan hefði verið mjög erfitt fyrir einn mann að
flytja samtalskvæðin án þess að beita leikrænni tjáningu, sérstaklega ef óbundna
málið og mælendakynningarnar, eins og „Skírnir kvað“, „Loki kvað“ og svo
framvegis, hafa ekki verið hluti af kvæðunum í upphafi. Það er augljóst að sum
kvæðanna, eins og AlvíssmáL, Baldursdraumar og Grípisspá, vantar mælendakynn-
ingar í handritunum, og það þarf ekki að taka fram að slík innskot í munnlegum
flutningi hefðu eyðilagt hina sterku hrynjandi sem er sérkenni kvæðanna.
Ef kvæðin eru skoðuð án þessara kynninga kemur ýmislegt í ljós, aðallega það
að oft á tíðum veita þau ekki nógu miklar upplýsingar um hver eða hvað talar
hverju sinni. Það veltur of mikið á hugmyndaflugi hlustandans, og honum er
7 Varðandi julebukkene, sjá t.d. Lid 1928, 51-58, og Weisser-Aall 1954, 23-55.
8 Heitin Grímnir og Grímr koma fram í Grímnismálum 46—47 v., og í einni þulu í AM 748 og
AM757handritunum af Snorra-Eddu, þar sem heitið Arnhöfði kemur líka fram (Skj A.I, 681,
B.1.672). Sjá ennfremur Gunnell 1991, 72-73 og 102.