Skáldskaparmál - 01.01.1994, Blaðsíða 171
Um bókmenntasögu Sveinbjarnar Egilssonar
GUNNAR HARÐARSON
Hvað var upphaf eða hversu hófst eða hvað var áður?
Gylfaginning
í formála Heimskringlu segir að Ari prestur hinn fróði Þorgilsson hafi ritað „fyrstur
manna hér á Iandi að norrænu máli fræði bæði forna og nýja.“ Með svipuðum
hætti má halda því fram að Sveinbjörn Egilsson hafi fyrstur ritað íslenska
bókmenntasögu á íslensku. Kemur þar einkum trvennt til. Eldri yfirlitsrit um
íslenskar bókmenntir eru flest á latínu og þau eru ekki bókmenntasögur í
nútímaskilningi. Hugmyndin að bókmenntasögu sem sérstöku sviði eins og við
þekkjum hana, náði raunar ekki fótfestu fyrr en um miðbik 18. aldar, um svipað
leyti og fagurfræðin varð til sem sérstök grein innan heimspekinnar, með verkum
Baumgartens, Burkes og fleiri, og festi sig í sessi með fagurfræði Kants. í
Kaupmannahöfn áttu prófessorarnir Rahbek og Nyerup frumkvæði að því að
innleiða þennan nýja skilning á hugtakinu bókmenntasaga með fyrirlestrum
sínum við Kaupmannahafnarháskóla 1799-1800 og er því líklegast að leita til
áhrifa þeirra, svo og rita og hugmynda sem bárust frá Þýskalandi til Danmerkur,
ef huga ætti að mótun þessara viðhorfa á hinu dansk-íslenska menningarsvæði.1
Eldri rit sem varða bókmenntasögu fslendinga eru yfirleitt rithöfúndatöl eða
teljast til lærdóms- og menntasögu. Elsta höfúndatal íslenskt, svonefnt Skáldatal,
er varðveitt í Uppsalabók Snorra Eddu. Af yngri höfúndatölum má nefna Recensus
poetaruná eftir Pál Vídalín (fyrir 1727), Collectanea ad Historiam literariam
Islandiœeftir Jón Ólafsson frá Grunnavfk (1738), Tóluröð nokkurra nafnkunnustu
skálda og rithöfunda á Islandi eftir Einar Bjarnason á Mælifelli, oft nefnt „Fræði-
mannatal,“(1836) og Stutt rithöfundatal á Islandi eftir Jón Borgfirðing (1884).
Rithöfúndatal Páls Vfdalín ber jafnframt með sér að í hugtakið bókmenntir er
lagður skilningurinn ‘bóklegar menntir’. Þennan skilning má t.d. sjá í heiti Hins
íslenska bókmenntc&Azgp (stofnað 1816), sem er beinn arftaki Þess íslenska
berdómslistc&c 1 ags. Bókmenntir í þrengri merkingu voru aðeins ein grein bóklegra
mennta eða jafnvel ein grein heimspekinnar, eins og sjá má í ávarpi Resens fyrir
Eddu, þar sem bókmenntirnar eru taldar undirgrein siðfræðinnar.3 Önnur 18.
1 Ágætt yfirlit um þessi efni er hjá Flemming Conrad, Rahbek og Nyerup. Bidrag til deti danske
litteraturhistorieskrivnings historie, Kaupmannahöfn, 1979. Sjá ennfremur ‘Bókmenntasaga’,
‘Rithöfundatal’ og ‘Skáldatal’, svo og ‘Ævisöguleg rannsóknaraðferð’, í Hugtök og heiti í
bókmenntafraði, Jakob Benediktsson ritstýrði, Reykjavík, 1983.
2 Páll Vídalín, Recensus poetarum et scriptorum Islandorum hujus et superioris seculi, I, texti, Jón
Samsonarson gaf út, Reykjavík, 1985; sbr. Matthías Viðar Sæmundsson, „Fyrsta bókmennta-
sagan“ í Myndir á sandi (Fræðirit, 8), Reykjavík, 1991, bls. 130-137.
3 Two Versions of Snorra Edda From the 17th Century. Volume II: Edda Islandorum, Völuspá,
SKÁLDSKAPARMÁL 3 (1994)